töflur

Allar töflur sem komið hafa fram á FOS í gegnum árin, nú aðgengilegar á einum stað.

Alfræðiorðalisti

Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.

Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í honum með því að smella á bókstafina hér að neðan eða styðja á Ctrl+F og slá inn leitarorðar.

A

Erlent heitiÍslenskaSkýring
abdomenafturbolurAfturbolur skordýrs, nær frá vænghúsi og aftur að skotti.
acclerationhröðunHröðun stangar í framkasti, jöfn aukning afls í kasti frá öftustu stöðu og fram í fremra stopp.
actionhraðiGjarnan notað með forskeytum; fast, medium og slow sem gefa til kynna hve fljót stöng er að afhlaða sig í kasti.
adipose finveiðiuggiLítill uggi staðsettur aftarlega á fiski á milli bakugga og sporðs.
adultfulltíðaFullvaxta, fulltíða skordýr sem lokið hefur myndbreytingaferli sínu.
AFTM AFTM er skammstöfun fyrir American Fishing Tackle Manufacturer’s Association sem hefur gefið út staðal fyrir þyngd fyrstu 30 feta flugulína sem framleiðendur hafa notað til aðgreiningar.
albright knot  Hnútur sem oft er notaður til að tengja flugulínu við undirlínu á hjóli.
anadromoussjógenginnFiskur sem dvelur að hluta í sjó en gengur upp í ferskvatn til hrygningar eða reglulega.
anal fi(got)raufar uggi Gotraufaruggi fisks.
ancorakkeriSett fram í samhengi við upptöku línu, akkerið er yfirleitt flugan sjálf, taumurinn eða flugulínan sjálf; það sem heldur í við línuna þegar hún er tekin upp.
angorakanínaKanínuhár eða feldur, gjarnan skorinn í stimla til fluguhnýtinga eða sem döpp efni.
antmaurFluga sem lýkist maur.
antron antronGerviefni sem mikið er notað við fluguhnýtingar. Fæst sem fíngerð hár eða spunnið garn sem gjarnan er notað í búk á flugu.
anusgotrauf Gotrauf á fiski.
aquatic insectvatnaskordýrSkordýr sem elur mestan hluta ævinnar eða tilteknum hluta í vatni.
ar y gwynljósleitt

cy

Velska: ljósleitur litur
arbormöndull
öxull
Tvíþætt merking á íslensku:
• öxull á veiðihjóli sem spólan festist upp á.
• miðja spólu á fluguveiðihjóli, large arbor er spóla með víðri miðju en segir ekki endilega til um sverleika spólunnar sjálfrar, standard arbor spóla er með grannri miðju og mid arbor þar mitt á milli.
arbor knot Hnútur sem gjarnan er notaður til að festa undirlínu utan um miðju spólu á veiðihjóli.
ariansilfrað

cy

Velska: silfraður litur
ariel toucantúcanTúcan fugl, yfirleitt sóst eftir áberandi gulum háls- og bringufjöðrum fuglsins í laxaflugur.
artic charheimskautableikjaHeimskautableikja er laxfiskur sem lifir bæði í vötnum og sjó á Norðurslóðum. Vísindaheiti: Salvelinus alpinus. Víða finnast tveir stofnar bleikju í hverju vatnakerfi, en þekkt að fjórir stofnar finnist í sama kerfi, t.d. í Þingvallavarni:
• Dvergbleikja er smæst bleikju á Íslandi, yfirleitt á bilinu 7 – 24 sm. Heldur sig á grynningum og í efri hluta vatnsbolsins, lifir mest á vatnabobbum og smágerðum kröbbum.
• Murta er nokkru stærri en dvergbelikja, oft tekin í misgripum fyrir smávaxna / ófulltíða sílableikju.
• Kuðungableikja getur orðið 25 – 50 sm fullvaxin. Þrátt fyrir nafnið lifir kuðungableikjan ekki aðeins á kuðungi. Hún leggur sér einnig til munns mý, hornsíli og ýmis botnlæg dýr.
• Sílableikja er að öllu jöfnu stærst bleikju á Íslandi. Heldur sig djúpt í vatnsbolnum en þó má vænta hennar á öllum búsvæðum bleikju.
artic foxhvítrefur heimskautarefurHeimskautarefur, yfirleitt haft um hár af honum til fluguhnýtinga.
asurblátt cy Velska: blár litur
attractorskrautfluga
glepja
Skrautleg fluga eða fluga með áberandi litaeinkenni sem verða þess valdandi að fiskur laðast að henni. Glepur fiskinn til töku.
aurgylt cy Velska: gyltur litur, gullmynt

B

Erlent heitiÍslenskaSkýring
back bakfjaðrirFjaðrir sem fengnar eru af baki fugls. Oft vill þó brenna við að þessar fjaðrir séu seldar sem hálsfjaðrir.
backcastbakkastSá hluti flugukastsins sem á sér stað fyrir aftan veiðimanninn.
backingundirlínaGjarnan ofin lína sem fest er á miðju spólunnar á fluguhjólinu. Hefur tvíþættan tilgang;
• eykur ummál miðjunnar á spólunni þannig að flugulínan hvíli ekki í eins kröppum hringjum á spólunni
• er til vara ef fiskurinn tekur alla flugulínuna út í töku
badgergreifingiGreifingi en gjarnan haft um fjöður af greifingjahænsn.
baetis ætt dægurflugnaÆttbálkur smávaxinna dægurflugna sem yfirleitt má samsvara með flugu #16 til #22.
bamboo bambus en Eitt elsta hráefni sem notað hefur verið í flugustangir.
bàn-dearg bleikt gd Skosk gelíska: fölrauður eða bleikur litur
barb (hook) agnhaldAgnhald á öngli, flipi sem yfirleitt er skáskorinn í vírinn rétt aftan við odd og látinn vísa inn í buginn.
barbicel krækjurKrókur á geisla fjaðrar sem tengir, festir geislana saman í fön.
barbless agnhaldslausAgnhaldslaus öngull, agnið annað hvort ekki búið til við framleiðslu eða það klemmt niður.
barbs geislarHaft um staka stilka, geisla sem tengjast saman með smágerðum krókum og mynda þannig eina samhangandi fön í fjöður, það sem við sjáum sem annan helming hennar.
barrel knot blóðhnúturSami hnútur og almennt gengur undir heitinu blóðhnútur.
bass bug en Frasi sem notaður er um ýmsar stórar þurrflugur sem notaðar eru við veiðar á aborra.
bán fölt gd Skosk gelíska: fölur litur, aflitaður
bán hvítt ga Írska: hvítur litur
bánbhui kremað ga Írska: kremaður litur
bánchorca lillablátt ga Írska: lillablár litur
bándearg bleikt ga Írska: bleikur litur
bead kúlur Kúlur til fluguhnýtinga úr stáli, kopar, brass eða tungsten.
beadchain vaskakeðja Keðja úr samhangandi kúlum, gjarnan notuð klipp í pör sem augu á flugu.
beadhead kúluhaus Fluga sem er með kúluhaus.
beading málmþráður Hnýtingarþráður sem spunnin er gull eða silfurþræði utan um kjarna úr ull eða nylon.
beard skegg en Skegg á flugu.
bend bugur á öngli Bugur á öngli, sá hluti hans sem tekur við eftir legg og nær að agnhaldi eða oddi.
bimini twist Hnútur sem var töluvert notaður við taumahnýtingar en nokkuð hefur dregið úr notkun hans síðari ár.
biots stíffanir Stíffön úr fjöður (styttri geislarnir) oftast notað í flugur til að líkja eftir fyrstu vængju flugu eða skotti gyðlu.
birtingur   Gælunafn, stytting á sjóbirtingi
black partridge svartur skriði Skriði er heiti á fugli, betur þekkt sem nafn á ákveðnum fjöðrum.
blae grá-blátt gd Skosk gelíska: litur mitt á milli grás og blás litar
blank   en Blank er haft um hluta í flugustöng sem ekki hafa verið lykkjaðir eða lakkaðir endanlega, hráefni í flugustöng.
blood knot blóðhnútur Vinsæll hnútur til að tengja saman einþátta línur, t.d. taum og taumaefni.
blue winged teal urtönd Urtönd, blávængjuð
bob fly efri fluga Gjarnan viðhaft um þá fluguna sem liggur ofar í vatninu þegar veitt er með afleggjara.
bobbin holder keflishalda Keflishalda sem tvinnakefli er klemmt í, notuð við fluguhnýtingar.
bodkin döbbnál Nál sem gjarnan er notuð til fluguhnýtinga, m.a. til að bera lakk á haus flugu, greiða úr hnýtingarefni eða til að kljúfa hnýtingarþráð.
body bolur / búkur Bolur eða búkur flugur. Sá hlutu flugu sem staðsettur er aftan við haus eða frambol hennar og nær aftur að skotti.
booby brjóstafluga Samheit flugna sem hnýttar eru með frauðkúlum við haus til að auka flothæfni flugunnar.
braided ofið Tvíþætt merking:
• ofin búkur flugu
• ofið efni sem notað er til fluguhnýtinga
branchiostegal rays gelgjur Bein sem liggja í tálknloku fisks.
break off en Frasi sem notaður er um það augnablik þegar fiskur losar sig af önglinum, sleppur sem sagt.
breaking strength slitstyrkur Slitstyrkur taums eða línu, gjarnan mældur í pundum.
breast brjóst Bringa fugls, gjarnan haft um þær fjaðrir sem teknar eru af bringu fugls.
brown brúnt

en

cy

Enska: brúnn litur
Velska: brúnn litur
brown trout urriði

Staðbundinn urriði nefnist einfaldlega urriði, en sjógenginn urriði kallast sjóbirtingur. Tegundaheiti hans er salmo trutta. Smávaxinn urriði sem elur aldur sinn í lækjum og smáám hefur stundum verið kallaður lækjarlonta.
bucktail dádýrshali Tvíþætt merking eftir hvort átt er við hár eða flugu:
• hár úr hala karldýrs dádýrs, notað í flugur af ýmsum gerðum, litað eða ólitað.
• heiti á flugu sem er eftirlíking straumlalla (en: minnow)
bui gult ga Írska: gulur litur
buidhe gult gd Skosk gelíska: hreinn gulur litur
bustard doðra Doðra, stórvaxinn fugl sem minnir á strút.
butt aftasti hluti púpu Gjarnan notað um aftasta hluta púpu, broddur eða við skil á milli búks og skotts á votflugu.
butt section endi en Tvíþætt merking:
• sverari endi frammjókkandi taums, sá sem tengist línu
• neðsti hluti stangarhalds, gjarnan áfastur rúnaður hnúður

C

Erlent heitiÍslenskaSkýring
caddis vorfluga Vorfluga
calf kálfshali Hár úr kálfshala.
callibeatisætt dægurflugnaÆttbálkur smávaxinna dægurflugna sem yfirleitt má samsvara með flugu #16 til #22.
calmus slíður Slíður á enda stilks á fjöður þar sem fjöður mætir skinni fugls.
cape hnakki Haft um hluta af skinni fugls sem þurrkað hefur verið með áföstum fjöðrum. Ekki óalgengt að en:cape sé verkað úr bak- eða söðli fugls.
cape feather hnakkafjöður Fjaðrir til fluguhnýtinga sem teknar eru af hnakka fuglsins.
carapace skel Hörð skel á baki krabba og krabbadýra.
cast kast en Gjarnan notað um allan þann feril flugustangar sem við köllum einu nafni kast.
casting arc kastvinkill Ferill stangartopps frá því hröðun hefst í öftustu stöðu og þar til stangarstoppur stöðvast í fremstu stöðu. Hefur gengið undir ýmsum heitum og skýringum á íslensku, framangreint er aðeins ein þeirra.
casting cycle kasthringurinn Ferill flugulínu frá því hún er tekin upp, í öftustu stöðu stangar, framkast og þar til línan hefur náð fremstu stöðu.
catch and release veiða og sleppa en Heiti á aðferð sem stangaveiðimenn nota þegar þeir veiða og sleppa fiski.
caudal fin sporður Sporður fisks.
caudal penduncle styrtla Styrtla fisks.
CDC (cul de canard) rassendafjaðrir Náttúrulega vatnsvarðar, fíngerðar fjaðrir af gumpi andar, rétt við fitukirtilinn. Óumdeilanlega bestu fjaðrir í þurrflugur sem hægt er að fá sökum flothæfni þeirra.
cement lakk Lakk sem notað er við fluguhnýtingar.
chamois úðaskinn Úðaskinn er fíngerð leðupjatla sem fíngerðum og stuttum hárum áfestum, ekki ósvipað rússkinni. Yfirleitt gert úr antilópu-, geitar- eða kindgæru.
chartreuse gulgrænt

en

Gulgrænn litur á hnýtingarefni, gjarnan blandað með glitþráð eða UV efni til meiri glepju.
cheeks kinnar Kinna á flugu, gjarnan straumflugu þegar stök fjöður er hnýtt rétt aftan við haus flugunnar, sitt hvoru megin til að líkja eftir táknum.
chenille hnökurþráður Hnýtingarefni sem líkist linum pípuhreinsara og er notað sem efni í búk flugu. Fáanlegt í ýmsum litum, sverleika, glitrandi eða matt.
chironomidae rykmý Rykmý er ætt mýflugna. Á Íslandi eru þekktar 80 tegundir rykmýs og eru margar þeirra mjög mikilvægar í vistkerfum vatna af öllu tagi og oft undirstöðufæða fugla og fiska.
cinnamon kanilbrúnn litur en Kanilbrúnn litur, dekkri en í meðallagi.
clinch knot Algengur öngulhnútur. Afbrigði hans er Improved Clinch Knot sem almennt er talinn sterkari en frumgerðin.
closed loop lokuð lykkja Hér er átt við lykkju sem myndast í kasti flugulínu þar sem efri partu kasthjólsins (línunnar) fellur niður fyrir þann neðri og myndar lokaða lykkju. Lokuð lykkja er upphaf vindhnúts.
coch rautt

cy

Velska: rauður / rauðleitur litur
cochddu dökkrautt

cy

Velska: svar-rauður litur, nánast brúnn
coch-y-bonddu  

cy

Hér er vísað til brúnleitrar fjaðrar með svartri miðrönd sem gjarnan var notuð í samnefnda fornfræga flugu.
cock hani Hani, karlkyns fugl.
cock neck hnakki af hana Fjöður af hnakka hana, yfirleitt stífari fanir og hentar betur í þurrflugur m.a.
collar kragi / kápa

en

Tvær merkingar eftir því hvort átt er við flugu eða skordýr:
• kragi eða hringvafið skegg á flugu, gjarnan rétt við haus eða kúlu
• kápa eða skykkja skordýrs, oft tekin í misgripum sem vængur
coloured stripe bekkur (rönd) Yfirleitt haft um þverröndótta fjöður, bekkjótta.
concave rod tip pathíhvolfur stangarferill Hér er vísað til þess ferils sem stangartoppur fylgir í framkasti og myndar íhvolfa (niðursveigðan feril) línu, þ.e. fylgir ekki beinum ferli frá öftustu stöðu til þeirrar fremstu
conehead keiluhaus Keiluhaus á flugu.
conterflex stöðuhnykkur Hér er vísað til þess hnykks sem gerir vart við sig í flugustöng þegar afhleðslu hennar lýkur, þ.e. línan hefur náð fremstu stöðu. Vísbending um að geymd orka stangar hefur ekki losnað öll úr læðingi við framkast.
convex rod til path uppsveigður ferill Hér er vísað til þess ferils sem stangartoppur hnitar í framkasti og er uppsveigður, þ.e. fylgir ekki beinum ferli frá öftustu stöðu til þeirrar fremstu. Stundum vísað til þess að stöngin sé eins og rúðuþurrka.
co-polymers fjölliður / plastefni Blanda ýmissa fjölliða (plastefna) sem í er blandað útfjólublárri vörn þannig að úr verður sterkt og endingagott efni sem m.a. er notað í tauma og taumefni.
copper kopar Tvíþætt merking:
• koparlitur á ýmsu hráefni til fluguhnýtinga
• koparvír til fluguhnýtinga, til í ýmsum sverleikum og litum, allt frá rauðuleitum og því sem næst gyltur
corcra fjólublátt ga Írska: fjólublár litur
counter rip öfug vöf Þráður, vír eða annað efni sem er vafið rangsælis við annað efni á flugu, gjarnan til styrkingar eða festa t.d. hringvöf úr fjöður.
covert stélþökur Þær fjaðrir í stéli fugla sem liggja ofan á stéli, t.d. á helsingja. Gjarnan ljósari heldur en aðrar fjaðrir á fuglinum.
covert vænghús Stundum notað um skel eða hyrni sem klæðir vænghús skordýrs.
craos-dearg glóandi rautt gd Skosk gelíska: eldrauður litur
crazy-glue tonnatak Hraðþornandi lím sem mikið er notað við fluguhnýtingar.
cree hænufjöður Húðlituð fjöður af hænsfugli sem litatónum út í brúnt eða svart, ekki ósvipuð grizzly fjöður.
creep skrið Hér er vísað til ótímabæru upphafi kasts, stöng er enn að afhlaða sig úr fyrra kasti þegar stefnunni er snúið við.
crystal flash glitþráður Glitrandi þræður úr gerviefni, gjarnan bætt í væng eða skott til að auka aðdráttarafl flugna. Hefur einnig verið nefndum kristalþráður á íslensku með vísan í glitrandi kristal.
current seam straumskil

en

Mörk hraðari og hægari straums í rennandi vatni.

D

Erlent heitiÍslenskaSkýring
dacron   Spunninn þráður úr gerviefni sem oft er notaður í undirlínu á fluguhjól.
damselfish svölusporður Smávaxinn fiskur, yfirleitt 5 – 7 sm að lengd, oft í skærum litum
damselfly fluga Fluga sem líkir eftir smáfiski sem heitir svölusporður.
damsel skordýr Fluga sem minni um margt á drekaflugu.
dathaigh að lita

ga

Sögnin að lita á írsku.
dead drift dautt rek Veiðiaðferð með flugu þar sem flugan er látin reka með straumhraða undan vindi.
dearg rautt

ga

Rauður litur á írsku.
dearg rautt eða rauðleitt gd Skosk gelíska: hreinn rauðleitur litur
dearg-dhonn rauðbrúnt gd Skosk gelíska: rauðbrúnn litur
deer hair hjartarhár Hár af hirti, notað til fluguhnýtinga. Hárin eru hol og því gjarnan notuð til að auka flothæfni flugna eða tryggja rétta legu þeirra í vatnsbolnum.
disc drag diskabremsa Bremsubúnaður í veiðihjóli sem byggir á tveimur diskum sem þrýst er saman til að framkalla tregðu (bremsu) til að hægja á snúningi spólunnar.
DMC yarn árórugarnAfar vinsælt bómullargarn til hnýtinga sem fæst í óteljandi litaafbrigðum.
doll eye bangsaaugu Bangsaaugu eða álímd augu sem helst eru notuð á haus straumflugu, gjarnan á s.k. skull heads.
donn brúnt

ga

gd

Írska: brúnn litur Skosk gelíska: brúnn litur
donn-uaine ólívugrænt gd Skosk gelíska: ólívugrænn litur
dorch-bhuidhe dökkgult gd Skosk gelíska: dökkgulur litur
dorch-dhonn dökkbrúnt gd Skosk gelíska: dökkbrúnn litur
dorch-gorm dökkblátt gd Skosk gelíska: dökkblár litur
dorch-orains rauðgult gd Skosk gelíska: rauðgulur litur – dökk appelsínugulur
dorch-uaine dökkgrænt gd Skosk gelíska: dökkgrænn litur
dorsal efrihluti skordýrs Haft um efrihluta skordýrs, gjarnan varið með skildi eða hyrni en langt því frá algilt.
dorsal fin bakuggi Bakuggi á fiski.
double haul tvítog Tog í línu í bæði bak- og framkasti til að auka hraða línunnar.
double hook tvíkrækja Öngull sem skiptist á legg og tveir bugir myndaði með tveimur oddum.
double taper DT Flugulína sem er eins til beggja enda. Vinsælar hjá silungsveiðimönnum þar sem þær henta vel til styttri kasta og veltiköst. Fáanlegar hvort heldur sem flot- eða sökklínur. Einkennd með DT.
down wing niðursveigður vængur Niðursveigður vængur flugu.
drag bremsa Notað um tregðu sem mynduð er með bremsubúnaði veiðihjóls til að hægja á snúningi spólunnar.
drag drag Notað til að lýsa áhrifum vatns á hegðun flugu, gjarnan rek hennar í straumvatni, sem verður til við snertingu taums / línu við vatnsyfirborðið. Oftast óæskilegt þar sem það dregur út trúverðugleika agnsins (flugunnar) en þó notað einstaka sinnum til að ýkja hreyfingar vorflugueftirlíkingar á yfirborðinu.
dressing klæða flugu Haft um það að klæða flugu í þann búning sem uppskrift eða hugarflug hnýtarans segir til um hverju sinni; fluguhnýtingar.
drift rek Gjarnan notað til að lýsa veiðiaðferðum í straumvatni, þ.e. hvernig fluga er látin reka.
drop off kantur
dýpisrönd
Haft um þann stað í vatni eða á þar sem dýpra vatn tekur við af grynningum, gjarnan nokkur skörp skil í botni.
dropper afleggjari Fluga sem hnýtt er með eigin taum fyrir ofan aðal-veiðifluguna til að auka möguleika á veiði á mismunandi dýpi.
dryfly þurrfluga Fluga sem flýtur á yfirborði vatnsins.
du svart cy Velska: svartur litur
dubb döbb Efni, gjarnan fíngerð hár, ull eða fjaðrir (CDC) sem vafið er um búk flugu til að auka ummál hennar eða forma eftirlíkingu.
dubbing að döbba Haft um það að klæða búk flugu með til herðum hárum, ull eða fjöður.
dubbing brushes döbb burstar Lengjur eða þræðir með döbbefni, ull, hárum eða fjöðrum, sem spunnið hefur verið á milli þráða eða vír.
dubbing needle döbbnál Nál sem gjarnan er notuð til fluguhnýtinga, m.a. til að bera lakk á haus flugu, greiða úr hnýtingarefni eða til að kljúfa hnýtingarþráð.
dubh svart

ga

Írska: svartur litur
dubh dorcha kolsvart

ga

Írska: kolsvartur litur
dubh-bhuidhe dökkgult

gd

Skosk gelíska: dökkgulur litur
dubh-gorm dökkblátt gd Skosk gelíska: dökkblár litur
dubh-uaine dökkgrænt gd Skosk gelíska: dökkgrænn litur
dumbbell eyes stundarglas Augu úr stáli, kopar, brass eða tungsten til fluguhnýtinga. Líkjast vaskakeðjuaugum en eru eins og stundarglas í laginu, gjarnan með álímdum eða máluðum augum.
dun / mayfly dægurfluga Dægurfluga hefur mjúkan bol og langa vængi. Gyðlur hennar alast upp í vötnum og þroskast á um einu ári og skríða þá á land og vængjast, þó ekki endanlega því fyrstu vængjuðu dægurflugurnar eru ekki kynþroska. Eftir enn ein hamskiptin verða þær kynþroska og lifa þá aðeins í um sólarhring. Sú sem lifir á Íslandi er lt: cloeon simile.
duncan knot Án efa einhver útbreiddasti fluguhnúturinn, einfaldur og auðlærður, gengur einnig undir heitinu en: uni og en: grinner.

E

Erlent heitiÍslenskaSkýring
eddy lygna

en

Notað yfir þann hluta ár eða lækjar sem rennur hægar eða ekkert miðað við mesta straum.
efydd bronslitað

cy

Velska: brons eða bronslitað
elytra vængskel Vængskel bjöllu.
emerger birtingur Heiti þess stigs þegar gyðla leitar upp á yfirborð vatns og myndbreytist í fulltíða skordýr.
emerger klekja Fluga sem hangir í eða við yfirborð vatns og líkir eftir flugu sem er við það að klekjast.
epoxy epoxíð Tvíþátta lím sem hefur mikið verið notað við fluguhnýtingar, þó notkun hafi minnkað mikið síðustu ár með tilkomu umhverfisvænni efna.

F

Erlent heitiÍslenskaSkýring
fals cast falskast Aðferð við flugukast þar sem lengt er í línunni með því að gefa hana slaka í hverju framkasti án þess að leggja hana niður fyrr en ákjósanlegri lengd er náð.
fanned útstætt Hér er vísað til þess þegar hár eða annað efni er hnýtt þannig niður að úr verður brúskur á flugunni, hárin eða efnið verður útstætt.
feòrag-ruadh rauður íkorni

gd

Skosk gelíska: jarðrauður litur íkorna
ferrule samsetning Samsetning á veiðistöng, yfirleitt hólkur sem festur er á neðri part stangarhluta sem öðru parti er smokrað inn í.
fiery brown eldbrúnn litur

en

Brúnn litur með sterku rauðu ívafi.
fionn ljóst

gd

Skosk gelíska: ljós litur, þó ekki hvítur
fish ladder laxastigi / fiskfarvegur

en

Manngerður fiskfarvegur, yfirleitt steypt eða mótuð þrep í kletti sem auðvelda fiski að komast um áður ófiskgengan foss í á.
fitchtail marðarskott Skott af merði.
flank feather síðufjöður Síðufjöður af fugli.
flannbhui appelsínugult

ga

Írska: appelsínugulur litur
flashabou Glitrandi þræðir úr gerviefni (mylar) sem gjarnan er bætt í væng eða skott til að auka aðdráttarafl flugna.
flashdub flashdöbb Döbbefni sem framleitt er úr gerviefnum með afar háu hlutfalli glitrandi tinsel þráða.
floatant flotefni Efni sem borið er á þurrflugu til að viðhalda / endurnýja flothæfni hennar.
floating line flotlína Flugulína sem hefur þann eiginleika að fljóta á yfirborði vatnsins. Einkennd með F.
floss flos Lausofið efni sem mikið er notað í búk á flugu, sér í lagi vor- eða straumflugur. Framleitt úr náttúrulegum efnum eða gerviefnum eins og rayon, akríl eða antron.
fluorocarbon flúorfjölliða

en

Plastefni, fjölliða sem er framleidd úr kolefni og flúor. Gjarnan notað í og haft um tauma og taumaefni sem framleiddir eru úr þessu efnasambandi.
fly line flugulína Lína sem tengd er undirlínu (en: backing) á veiðihjóli. Oftast gerð úr plasthúðuðum kjarna sem gerður er úr ofnum dacron eða nylon kjarna. Til í mörgum gerðum og útfærslum.
fly pattern fluguuppskriftUppskrift að flugu, efnislisti með leiðbeiningum um hnýtingu viðkomandi flugu.
fly reel fluguhjól Veiðihjól sem notast við fluguveiðar. Helstu tegundir eru: • einfalt þar sem hver snúningur spólu er 1:1 • gírað þar sem einn snúningur handfangs er margfaldaður í snúningi spólu • stiglaust hjól er þannig útbúið að veiðimaðurinn getur stillt hlutfall sveifar á móti spólu
fly rod flugustöng Tegund veiðistangar sem notuð er við fluguveiðar, hönnuð til að kasta flugulínu. Flestar framleiddar úr grafít, áður trefjaplasti eða bambus. Æskilegur fjöldi flugustanga er núverandi fjöldi, plús ein.
fly tying fluguhnýtingar Það að setjast niður og hnýta flugu, sér og öðrum til ánægju.
foam frauð Efni, oft í plötum eða sívalningum sem notað er til að auka flothæfni flugna.
forceps töng Tangir, ekki ósvipaðar skærum, með flötum endum sem notaðar eru til að losa öngul / flugu úr fiski eða ýmissa annarra nota í veiði.
forward cast framkast Hugtak sem lýsir ferli flugustangar frá öftustu stöðu og í fremstu stöðu.
forward taper framspírað Lína eða taumur sem mjókkar til annars eða beggja enda.
foul hook húkka Gjarnan haft um það þegar öngull festist í fiski annars staðar en í munni hans.
fritz Tvíþátta garn sem í er spunnið glitrandi þræði, líkist helst horuðum pípuhreinsara.
front taper fremri kónn Hér er átt við mjókkun flugulínu frá belg hennar og fram að fremsta parti hennar.  
frostbite Gerviefni sem notað er í búka á flugum, líkist hömruðu / héluðu antron búkefni.
fry kviðpokaseiði Fyrsta stig seiðis sem klakist hefur úr hrogni. Dregur nafn sitt af poka á kviðnum sem inniheldur afganginn af forðanæringu hrognsins.
full-flex Veiðistöng sem sögð er svigna niður að handfangi í kasti og átaki.
furnace rauðbrún fjöður Rauðbrún fjöður með langri miðrönd, gjarnan í dökkbrúnum lit eða svörtum.

G

Erlent heitiÍslenskaSkýring
gap öngulbil Bilið á milli leggjar og odds á öngli.
gauge mælir / mælitæki Mælir eða mælitæki sem gjarnan er notað til að mæla stærðir öngla , fjaðra. Oft með áprentuðum skala fyrir val á fjöður vs. öngul.
geal hvítt

gd

Skosk gelíska: bjartur hvítur litur
gel-spun polyethylene plastfjölliða af ákv.tegund

en

Spunninn þráður sem unnin er úr HPPE, HMPE eða ECPE plastefnum og er margfalt sterkara en stál m.v. þvermál og er þekkt undir skammstöfuninni GSP. Sérlega fíngerður og léttur þráður til fluguhnýtinga. Reipi úr sama efni varð fyrst þekkt undir nafninu Dyneema.
gill slits tálknop Tálknop fisks.
ginger rauðgulur litur

en

Rauðgulur litur, afar ljós.
glas blágrænt

cy

Velska: blágrænn litur, sægrænn
glas grænt

gd

ga

Skosk gelíska: grænn litur Írska: grænn litur, aðeins notaður um jurtir og plöntur
glo-brite flos glóþráður Flúrljómandi (UV) flos sem notað er í margar gerðir flugna, í skott, kraga og vængi til að auka sýnileika flugunnar við léleg birtuskilyrði eða á miklu dýpi þar sem sólar nýtur ekki við.
gnat mýfluga Mýfluga
goat geit Geit eða geitarhár.
golden pheasant gullfasani Gullfasani
golden pheasant crest hausfjöður gullfasana Gul hausfjöður af gullfasana sem gjarnan er notuð í skott á votflugum eða púpum.
golden pheasant tippet bekkfjöður gullfasana Bekkjótt fjöður af gullfasana, gjarnan notuð í skott á votflugu eða púpu.
goose gæs Fjöður af gæs, gjarnan litaðar fjaðrir úr væng fuglsins.
gorm blátt

ga

gd

Írska: blár litur Skosk gelíska: blár litur
gormghlas blágrænt

ga

Írska: blágrænn litur
graphite grafít Algengasta efnið til framleiðslu á flugustöngum, bíður upp á mikinn styrk og sveigju miðað við þyngd efnisins. Fjölmargar gerðir af efninu hafa verið þróaðar sem og aðferðir til að vefja það í stangarhluta.
gravel guards sandhlífar Hólkur sem smeygt er niður á vöðluskó til verndar sandi og smásteinum, yfirleitt úr teygjanlegu efni sem fest er neðan á vöðlur, þó til sem stakir hólkar.
Green winged Teal urtönd Urtönd, grænvængjuð
grey partridge akurhæna Akurhæna
grinner knot Án efa einhver útbreiddasti fluguhnúturinn, einfaldur og auðlærður, gengur einnig undir heitinu en: uni og en: duncan.
grip handfang Handfang á flugustöng.
grizzly grizzly Fjaðrir af alíræktuðum hænsfugli, Plymouth Rock. Grá-þverröndóttar á nær hvítum grunni, bekkjóttar.
grub lirfa Lirfa skordýrs.
guineafowl perluhæna Perluhæna
gwinau rauðbrúnt

cy

Velska: rauðbrúnn litur, kastaníubrúnt
gwyn ljóst

cy

Velska: hvítur, ljósgrár, silfraður litur.
gwyngoch bleikt

cy

Velska: bleikur litur
gwyrdd grænt

cy

Velska: grænn litur
gwyrddlas dökksægrænt

cy

Velska: dökkur sægrænn litur

H

Erlent heitiÍslenskaSkýring
hackle bolskegg (skegg) Fjaðrir bundnar undir og rétt aftar við haus flugu sem mynda þannig skegg á hana.
hackle hálsfjaðrir Upphafleg merking þessa orðs en:hackle nær aðeins til þeirra fjaðra sem vaxta á hálsi fugls. Á síðari árum virðist hálsinn vera farinn að teygja sig nokkuð eftir hrygg fuglsins og nær allar fjaðrir frá haus og aftur að stéli fengið nafnbótina hackle sem merkir kambur eða kragi.
hackle collar hringvafið skegg Hringvafið skegg á flugu.
hackle plier fjaðurtöng Töng með flötum, gjarnan fóðruðum kjálkum sem notuð er til að vefja háls- eða hnakkafjöður um flugu.
hair stacker stakkari Áhald til að stakka saman hár til fluguhnýtinga í væng og skott.
half hitch hálfbragð Hnútur sem notaður er við fluguhnýtingar. Hnýtingarþræðinum er snúið og brugðið um fluguna og hert að. Oft notað einu sinni til að tryggja efni áður en það er endanlega hnýtt niður.
hangmans knot hengingarhnútur Ágætur fluguhnútur ef til hans er vandað, vættur vel og hertur rólega.
hare’s mask héragríma Héragríma, höfuðleður héra.
hatch klak Klak skordýra, gjarnan haft um mikið staðbundið klak þar sem fjöldi dýra klekst út á sama tíma.
haul tog Einfalt tog í línu í framkasti til að auka hraða línunnar.
head haus Haus á flugu eða fugli.
head space hausstæði Gjarnan haft um þann hluta flugunnar sem er frátekin fyrir haus hennar sem síðast er hnýttur.
hen hæna Hæna, kvenkyns fugl.
hen neck hænuhnakkafjöður Fjöður af hnakka hænu, yfirleitt mýkri fanir og gjarnan notaður í púpur, vot- og straumflugur.
herl fanir fjaðrar Stakar fanir úr sverðfjöður, gjarnan á n.k. stilk sem fengin er úr stærri fjöður, svo sem kalkún eða páfugl. Best þekkt sem Peacock herl sem notað er í samnefnda flugu.
heron hegri Fjöður af hegra.
highlander green hálandagrænn

en

Dumbgrænn litur, gjarnan litaður með dökkgrænum jurtum.
hitch gára Notað yfir það þegar veiðimaður notar gárutúpu eða flugu hnýtta á taum með portlandsbragði til að framkalla gáru á yfirborði vatns til að vekja athygli fisks. Helst notað í straumvatni en einstaka veiðimenn hafa náð leikni með gárutúpum í stöðuvötnum, helst þá þegar fiskur er sýnilegur við yfirborðið.
hollow hair hol hár Hár af ýmsum dýrum notuð til fluguhnýtinga þar sem sóst er eftir ákveðnu floti. Hár t.d. af antílópu, hjartardýri og elg eru hol.
holographic perlað Gjarnan notað til að lýsa tinsel sem framleitt er úr nokkrum mislitum lögum plastefna þannig að þrívíddaráhrifa gætir í yfirborðinu.
hook öngull Öngull sem notaður er til veiða.
hook eye auga á öngli Augað á önglinum, oftast niðursveigt, beint eða uppsveigt.
horse hross Hár af síðu hrossa er fyrirtaks efni í fluguvæng. Lengri, grófari hár s.s. úr faxi og toppi má nota í vængþekjur og langa vængi staumflugna.
hufen kremað

cy

Velska: kremaður litur
hungarian partridge ungverskur fasani Af þessum fugli fást afar góðar fjaðrir til að nota í mjúka kraga, hringvöf og skegg á votflugum.

I

Erlent heitiÍslenskaSkýring
icedub glitdöbb Er framleitt jöfnum höndum úr hárum, oft héra eða gerviefnum. Blandað skærum glitþráðum.
imago fulltíða Fullvaxta, fulltíða skordýr sem lokið hefur myndbreytingaferli sínu.
imitative eftirlíking Gjarnan haft um flugur sem líkja nákvæmlega eftir fyrirmynd sem gjarnan er skordýr.
indian indversk(ur) Fjöður af indverskri hænu eða hana.

J

Erlent heitiÍslenskaSkýring
jungle cock frumskógarhani Frumskógarhani, gjarnan notað sem stytting á kinnfjöður á flugu sem fengin er úr hnakka hanans.

K

Erlent heitiIslenskaSkýring
kingfisher þyrill Þyrill, líka þekktur undir nafninu ísfugl.
kingfisherblue ljósblátt

en

Ljósblár litur.
kip kálfshali Hár úr kálfshala.
knife hnífur Hér er verið að vísa til þess að fluguhnýtarinn ætti að eiga fíngerðan hníf til að skera niður ýmislegt efni til fluguhnýtinga.
knotless tapered leader kónískur taumur Frammjókkandi taumur sem er framleiddur úr samfelldu girni, án hnúta.
knotted leader hnýttur taumur Taumur sem útbúinn er með samsetningu misþykkra einþátta efna. Til samsetningar eru oftast notaðir hnútar eins og blóðhnúturinn eða skurðlæknahnútur.
kype krókur Hér er átt við krókinn í neðri skolti karlkyns laxfiska.

L

Erlent heitiÍslenskaSkýring
larva lirfa Lirfa skordýrs.
lateral line hliðarrák Hliðarrák fiska sem gerir þeim kleift að nema vatnsstraum og titring og skynja þannig hreyfingu annarra dýra í vatninu.
latex latex Gjarnan teygjanlegir, mislitir strimlar sem notaðir eru til að mynda búk á púpu eða leggja yfir vængstæði.
lay down leggja fram Einkenni á kasti sem felur í sér aðeins eitt kast, þ.e. eftir upptöku línu, eitt bakkast og eitt framkast.
lead blý Notað til að þyngja flugur, oftast sem vír vafinn um legg eða við haus flugu. Á síðari tímum hafa umhverfisvænni málmar komið til sögunnar, eins og t.d. tungsten sem er þar að auki mun eðlisþyngra.
leader taumur Taumur fyrir fluguveiði, festur fremst á línu. Taumaendi er gjarnan hnýttur fremst og þar á fluga.
liath grátt

ga

Írska: grár eða gráleitur litur
liathgrá-blátt

gd

Skosk gelíska: litur mitt á milli grás og bás litar
liath-uaine grágrænt

gd

Skosk gelíska: grágrænn litur
lie legustaður Staðsetning í vatni, á eða stöðuvatni, þar sem fiskur liggur í vatninu.
line speed línuhraði Hraði flugulínu í fram- eða bakkasti.
line weight línuþyngd Þyngd línu á AFTM skala eða í gr eða grains.
lliwiad litað

cy

Velska: litað efni
llwyd gráleitt

cy

Velska: e.h. er gráleitt á litinn
llwydd grátt

cy

Velska: grár litur
llwytgoch rauðbrúnt

cy

Velska: rauðbrúnn litur
load hleðsla Hugtak sem notað er um það að hlaða flugustöng orku við upptöku línu eða í bakkasti. Við framkast losnar orka stangarinnar úr læðingi og skilar sér út í línuna sem eykur hraða hennar.
loop to loop lykkja í lykkju

en

Aðferð til að tengja saman línu við taum eða annan línupart, þar sem hlutum er lykkjað saman.
lower mandible neðri kjálki Neðri kjálki í fiski.
luminous twinkle glóþræðir Þræðir úr gerviefni sem glóir þegar útfjólubláir geislar sólar beinast að því. Gjarnan vísað til þessa efnis sem UV efni. Notað til að auka sýnileika flugna þegar skuggsýnt er.

M

Erlent heitiÍslenskaSkýring
mallard stokkönd Fjöður af stokkönd, gjarnan bekkjótt fjöður en síðu- og spegilfjaðrir fuglsins eru mikið notaðar til fluguhnýtinga.
marabou marabou Mjúkar, næstum loðnar fjaðrir af kalkún eða hænsfugli. Áður en til friðunar storks kom, voru þessar fjaðrir eingöngu af þeim fugli.
married wing giftur vængur /
samsettur fjaðurvængur
Vængur á flugu sem útbúinn er úr tveimur mislitum fjöðrum.
match the hatch Frasi sem notaður er um það að velja flugu sem líkir eftir því klaki sem er í gangi.
maxilla skoltbein Skoltbein í fiski.
meld bræða Hugtak sem gjarnan er notað um það þegar tvær eða fleiri fjaðrir eru lagðar saman til að mynda einn væng á flugu.
melyn gult

cy

Velska: gulur litur, gyltur
mending line venda línu Aðferð til að færa línuna til í straum til að draga úr hraða hennar, forðast óeðlilegt rek flugunnar.
mid-flex Stöng sem sögð er svigna niður að miðju í kasti og átaki.
mohair geitarhár Garn sem spunnið er úr geitarhári.
monofilament einþáttungur Lína eða taumur úr einþátta gerviefni, oftast úr nylon, PE eða PVC. Notað í tauma og taumaefni, hefðbundið girni.
mylar mylar Gerviefni sem ofið hefur verið í rör eða slíður sem gjarnan er notað í búk straumflugna eða túpa. Einnig til flatt og gengur þá gjarnan undir heitinu en: tinsel.

N

Erlent heitiÍslenskaSkýring
nail knot nálarhnútur Hnútur sem notaður er til að tengja taum við línu ef veiðimaður vill ekki nota lykkju í lykkju.
narrow loop þröngur línubugur Þegar lína rennur fram og bilið á milli efri- og neðrihluta línunnar er lítið er gjarnan talað um að línubugurinn sé þröngur. Í þessu sambandi er oft líka vísað til að ímyndað kasthjól sé lítið.
near hair búkhár Fíngerð innstu hár dádýrs, hjartar eða geitar.
non-slip loop föst lykkja Fyrirtaks hnútur til að útbúa fasta lykkju í flugu.
nymo flatur þráður Samnefnari yfir flatan hnýtingarþráð sem er auð-kljúfanlegur.
nymph gyðla Ungviði skordýrs sem tekur á sig ófullkomna myndbreytingu, þ.e. þroskast frá eggi til gyðlu og frá gyðlu til fulltíða skordýrs.
nymphing púpuveiði Þegar veitt er með púpu.

O

Erlent heitiÍslenskaSkýring
open loop víður línubugur Þegar lína rennur fram og bilið á milli efri- og neðrihluta línunnar er mikið er gjarnan talað um að línubugurinn sé víður eða opinn. Í þessu sambandi er oft líka vísað til þess að ímyndað kasthjól sé stórt.
operculum tálknloka Tálknloka fisks.
orainds appelsínugult

gd

Skosk gelíska: appelsínugulur litur
orange appelsínugult

en

Appelsínugulur litur.
oráiste appelsínugult

ga

Írska: appelsínugulur litur
oren appelsínugult

cy

Velska: appelsínugulur litur
orvis knot Alhliða góður fluguhnútur.
orvis tippet knot Hnútur sem notaður er til að tengja taumaefnda við taum.
ostrich strútur Strútur
oval tinsel ávalt (rúnað) tinsel Ávalt eða rúnað tinsel sem notað er í aðskilin vöf á búk flugu.
overhead cast yfirhandarkast Yfirhandarkast er trúlega algengasta flugukastið sem notað er. Hefðbundi upptaka, bakkast og framkast.

P

Erlent heitiÍslenskaSkýring
paleblue ljósblátt

en

Ljósblár litur.
palmer palmera Haft um þá aðferð að hringvefja langa fjöðum um búk flugunnar frá skotti og fram að haus. Gjarnan fest niður með vír, þræði eða tinsel sem vafið er gagnstætt við fjöðrina.
parachute fallhlíf Haft um þann hátt að spinna fjöður lárétt á topp flugunnar.
partridge hænsfugl Flestar fuglategundir sem bera heitið en:partridge teljast til hænsfugla.
peacock páfugl Páfugl, gjarnan notað yfir stakar fanir úr fjöður páfuglsins.
pearl perlað Gjarnan notað til að lýsa tinsel sem framleitt er úr nokkrum mislitum lögum plastefna þannig að þrívíddaráhrifa gætir í yfirborðinu. Samheiti en: holographic
pearl yarn perlugarn Fíngert árórugarn sem mikið er notað í fluguhnýtingum.
pearsall silkiflos Flos sem spunnið er úr silki, notað í margar gerðir laxaflugna.
pectoral fins eyruggar Eyruggar á fiski.
pelvic fins kviðuggar Kviðuggar á fiski.
perfection loop Hnútur sem oft er notaður til að útbúa lykkju á taum eða fasta lykkju fyrir flugu.
pheasant fasani Fasani
pheasant tail sverðfjöður fasana Langar stélfjaðrir fasana, langur leggur með fjölda notadrjúgra fana.
pickup upptaka línu Sú aðferð að taka línuna upp úr vatninu, lyfta stönginni með ákveðinni hreyfingu handar eða handleggs upp á við.
pinc bleikt

cy  

Velska: bleikur litur  
pinc bleikt

gd

Skosk gelíska: bleikur litur
pintail gráandafjöður Ein af fjöðrum gráandar sem nýttar eru til fluguhnýtinga.
piws fjólublátt

cy

Velska: fjólublátt
point oddur önguls Oddur á öngli.
polarbear ísbjörn Ísbjörn, ísbjarnarhár til fluguhnýtinga.
polarized glass skautað gler Skautað gler í veiðigleraugum sem brýtur endurkast sólar af vatni þannig að betur sést niður í vatnsbolinn.
polypropylene fjölliða Plastefni sem framleitt er úr fjölliðum, oftast úr jarðolíu.
porffor purpurarautt

cy

Velska: purpurarauður litur
premaxilla efra skoltsbein Efra skoltsbein í fiski.
presentation framlögn Lýsir því ferli að leggja fluguna á vatnið og ná því að líkja raunhæft eftir hreyfingu og atferli þess sem flugan á að líkja eftir. Framsetningar flugu eru óendanlega margar og mismunandi.
pupa púpa Púpa skordýrs. Afbrigði ritháttar en: pupae sem er fleirtölumynd sama orðs.
purpaidh purpurarautt

gd

Skosk gelíska: purpurarauður litur

Q

Erlent heitiÍslenskaSkýring
quill fjöðurstafur Stafur sem myndar hrygg fjaðrar, gjarnan holur en þó ekki algilt. Beggja vegn við hann liggja fanirnar sem myndaðar eru úr geislum.

R

Erlent heitiÍslenskaSkýring
rabbit kanína Kanínuhár eru fíngerð og meðfærileg, henta vel í bústnar flugur. Náttúrleg eða lituð, jafnvel flúrljómuð.
rachins hryggur í fjöður Út frá hrygg fjaðrar, sem gjarnan er holpípa sem gengur undir nafninu fjöðurstafur, vaxa geislar sem mynda fanir. Á neðri hluta hryggsins festist dúnn og þar fyrir neðan tekur stafurinn við sem fastur er í skinni fuglsins.
razor blade rakvélablað Hefðbundið rakvélablað, nýtist til ýmissa hluta við hnýtingar.
rear taper aftari kónn   Hér er átt við mjókkun flugulínu frá belg hennar og aftur að rennslislínu.  
recovery rate endurheimt Hér er vísað til þess tíma sem það tekur stöng að ná hlutlausri stöðu eftir að kasti lýkur, þ.e. hve lengi hún er að rétta úr sér eftir að hafa svignað í kasti.
reel seat hjólsæti Hjólsæti á stöng, yfirleitt útbúið slíðri sem rennur að hjólfætinum og hert er að með einni eða fleiri skrúfum.
retrieve inndráttur Inndráttur flugu þegar hún er í eða á vatni.
rhudd rautt

cy

Velska: hreinn rauður litur
ringneck pheasant hringfasanir Hringfasani
rip vöf Þráður, vír eða annað efni sem er vafið í spíral um búk flugu til áherslu, styrkingar eða til að festa niður annað efni.
rise rísa Yfirleitt notað í samhengi við annað orð sem þá lýsir hvernig fiskur rís upp í flugu eða æti.
rod flex sveigja stangar Sveigja stanga getur verið mjög mismunandi og oft er viðskeyti þessara orða til nánari skýringar á því hvar og hve mikið stöng svignar í kasti og átaki.
rua rauðleitt

ga

Írska: rauðleitur litur, ryðrautt
ruadh rautt

gd

Skosk gelíska: rauður litur, ryðrautt
rubber legs gúmmílappir Gúmmiteygjur sem gjarnan eru framleiddar í mörgum litum, jafnvel röndóttar. Gjarnar hnýttar á straumflugur til að auka sýnileika þeirra í vatni.

S

Erlent heitiÍslenskaSkýring
saddle feather söðulfjöður Fjaðrir til fluguhnýtinga sem teknar eru af síðu fuglsins sem kallast söðull.
salmon fly laxafluga Fluga sem notuð er við laxveiðar.
salvelinus alpinus heimskautableikja Heimskautableikja er laxfiskur sem lifir bæði í vötnum og sjó á Norðurslóðum. Vísindaheiti: Salvelinus alpinus. Víða finnast tveir stofnar bleikju í hverju vatnakerfi, en þekkt að fjórir stofnar finnist í sama kerfi, t.d. í Þingvallavarni:
• Dvergbleikja er smæst bleikju á Íslandi, yfirleitt á bilinu 7 – 24 sm. Heldur sig á grynningum og í efri hluta vatnsbolsins, lifir mest á vatnabobbum og smágerðum kröbbum.
• Murta er nokkru stærri en dvergbelikja, oft tekin í misgripum fyrir smávaxna / ófulltíða sílableikju.
• Kuðungableikja getur orðið 25 – 50 sm fullvaxin. Þrátt fyrir nafnið lifir kuðungableikjan ekki aðeins á kuðungi. Hún leggur sér einnig til munns mý, hornsíli og ýmis botnlæg dýr.
• Sílableikja er að öllu jöfnu stærst bleikju á Íslandi. Heldur sig djúpt í vatnsbolnum en þó má vænta hennar á öllum búsvæðum bleikju.
scissors skæri Skæri til fluguhnýtinga. Hnýtarar hafa gjarnan tvenn skæri við hendina, önnur fyrir grófara efni og önnur fyrir fjaðrir og fíngerðara efni.
scothdhonn brúnleitt

ga

Írska: brúnleitur litur
scothdubh dökkt

ga

Írska: eitthvað er dökkt á litinn
seal selur Gjarnan með viðskeytinu en:fur og er þá átt við selshár.
searun sjógenginn Fiskur sem dvelur að hluta í sjó en gengur upp í ferskvatn til hrygningar eða reglulega.
searun trout sjóbirtingur Urriði sem dvelur fyrstu 2 – 5 árin í ferskvatni en gengur síðan til sjávar nefnist sjóbirtingur. Misjafnt er hve lengi sjóbirtingurinn dvelur í sjó, allt frá 3-4 vikum og upp í 3-4 mánuði.
shank leggur á öngli Leggur á öngli, nær frá auga og aftur að bug.
shellcase skel Bak skordýrs og flugu sem gert er úr skel og oft er byggt með lakki eða latex strimil.
shooting line skotlína Lína sem er þeim eiginleikum búin að auðvelt er að skjóta / hraða henni í kastinu.
shooting taper skothaus Flugulína þar sem hausinn hennar er þannig byggður að línan á auðveldara með að skjótast fram. Einkennd með ST.
shoulder augaFjöður eða annað efni sem fest er rétt aftan við eða á haus flugu til að líkja eftir augum smáfisks.
shoulder feather axlarfjöður Fjaðrir til fluguhnýtinga sem teknar eru af öxl fuglsins.
sickle stélfjöður Stélfjöður af fugli. Yfirleitt langar og samhverfar, þ.e. fanir þeirra eru jafn stórar báðu megin við hrygginn.
side hlið Hlið (flugu, vængs, fugls o.s.frv.)
silver silfur

 en

Tvíþætt merking: • silfurlitur á ýmsu hráefni til fluguhnýtinga • silfraður vír til fluguhnýtinga, til í ýmsum sver- og stífleikum
single hook einkrækja Einfaldur öngull, þ.e. auga, leggur og einn oddur.
sink rate sökkhraði Sá tími sem það tekur línu að sökkva, oft mældur í tommum á sekúndu.
sink tip fly line (F/S) sökkendalína Flugulína sem er flotlína (F) en endi hennar, gjarnar án samsetningar, er sökklína (S). Oftast hægt að velja um enda í mismunandi lengdum, allt frá 4 fetum og upp í 30 fet. Þessi tegund línu er gjarnan notuð við veiðar í straumvatni eða djúpum gígvötnum.
sinking line sökklína Flugulína sem er hönnuð þannig að hún sekkur öll í vatninu, stundum kölluð heilsökkvandi lína. Einkennd með S.
skunk skúnkur Skúnkur
soilleir_uaine ljósgrænt

gd

Skosk gelíska: ljósgrænn litur
soilleir-dhonn ljóstbrúnt

gd

Skosk gelíska: ljósbrúnn litur
spade hackle spaðafjöður Spaðafjöður af ýmsum fuglum.
spawn hrygning Þegar hrygna hrygnir hrognum og hængur frjóvgar þau með svilum.
spin vefja Hér er átt við þegar efni er vafið um búk flugunnar.
spiracle andop Andop við tálkn á fiski, einnig nefnt innstreymisop.
splayed klofið Hér er átt við tegund vængs, skeggs eða skotts á flugu sem útbúið er með einni eða tveimur fjöðrum, stíffönum t.d. þannig að þeir leggist V-laga úr frá búk flugunnar.
spool spóla Spóla á flugu- eða veiðihjóli.
spun vafið Hvert það efni sem vafið er í hring á flugunni, t.d. hringvaf og búkefni.
squirrel íkorni Íkornahár eru fíngerð, rákótt og tilvalin í straumflugur. Þau endast vel og auðvelt er að vinna með þau. Ýmist lituð eða náttúrulega grá eða brún.
stem fjöðurstafur Stafur sem myndar hrygg fjaðrar, gjarnan holur en þó ekki algilt. Beggja vegn við hann liggja fanirnar sem myndaðar eru úr geislum.
stonefly steinfluga Mikilvæg fæða vatnafiska um víða veröld, en hér á landi finnst aðeins ein ófleyg tegund hennar, Capnia vidua sem finnst víða snemma vors og þá helst þegar gyðlur hennar skríða upp að vatnsborðinu og fulltíða dýrin fara á stjá (la:plecoptera)
streamer straumfluga Fluga sem líkir gjarnan eftir smáfiski, hornsíli eða ungviði fiska.
strike taka Hugtak sem notað er um það þegar fiskur tekur agn, hvort sem hann festist á önglinum eða ekki. Til eru nokkur afbrigði töku, t.d. nart sem er afskaplega áhugalaus taka.
strike indicator tökuvari Flot eða flotefni sem fest er á taum eða línu sem gefur til kynna þegar fiskur er að narta í fluguna.
strip lengja

en

Lengja af efni til fluguhnýtinga, oft haft um skorinn renning af feld.
strip wing einfaldur vængur Vængur á flugu sem útbúinn er úr einni fjöður í stað tveggja eða fleiri.
stripping line inndráttur Hér er átt við inndrátt flugulínu þegar veiðimaður grípur um línuna með tveimur eða fleiri fingrum og dregur hana inn í stað þess að nota veiðihjólið.
surgeons knot skurðlæknahnútur Einfaldur og góður hnútur til að tengja saman taumaefni af svipuðum sverleika.
svipgerð svipgerð Svipgerð lýsir útlitseinkennum fiska sem mótast hafa af erfðum og umhverfisáhrifum. Helstu svipgerðir bleikju eru t.d. dvergbleikja, murta, kuðungableikja og ránbleikja (sílableikja).
swisstraw Margþátta strá sem gert er úr viskósutrefjum, verða flöt og meðfærileg til hnýtinga þegar þau eru bleytt.
synthetic gervi

en

Gerviefni

T

Erlent heitiÍslenskaSkýring
tag skott Hér er átt við þann hluta flugu sem festur er niður aftast á önglinum, yfirleitt nokkru styttra en stél eða skott, gjarnan úr ullarhnoðra eða bosmamiklu gerviefni.
tail stél / skott á flugu Tvær merkingar eftir því hvort átt er við fugl eða flugu: • stél á fugli • skott á flugu
tail stél / stélfjöður Stélfjöður af fugli. Yfirleitt langar og samhverfar, þ.e. fanir þeirra eru jafn stórar báðu megin við hrygginn.
teal gráandafjöður Ein af fjöðrum gráandar sem nýttar eru til fluguhnýtinga.
teal grænblár litur

en

Grænblár litur, meira grænn heldur en blár.
teal urtönd Urtönd
terrestrial jarðlægt

 en

Á við dýr sem lifa aðallega eða eingöngu á landi.
thinner þynnir Heppilegur þynnir í fluguhnýtingarlakk, gjarnan sellulosaþynnir.
thorax frambolurYfirleitt tengt eftirlíkingu skordýrs, nær frá haus og aftur að afturbol, yfirleitt útbúið með döbbi. Önnur þýðing, minna notuð, er brjósthol. Á íslensku hefur brugðið fyrir annarri þýðingu sem er vænghylki.
thread þráður Yfirleitt haft um hnýtingarþráð í fluguhnýtingum.
throat skegg á flugu Minna notað orð yfir skegg á flugu, gjarnan úr hana- eða hænufjöður.
throat space skeggstæði Gjarnan haft um þann hluta flugunnar þar sem skegg flugunnar er fest.
tinsel (mylar) tinsel Flatt tinsel sem notað er í búk á flugu, í hringvöf á búk að í skott flugu. Er fáanlegt í fjölda lita, hamrað eða slétt. Gjarnan framleitt þannig að sitt hvor liturinn er á hvorri hlið efnisins.
tip stíffön Í nokkrum tilfellum er en:tip notað fyrir stíffön eða geisla gagnstæðrar fanar við þá sem yfirleitt er notuð úr tiltekinni fjöður.
tip-flex Stöng sem sögð er tip-flex svignar nær eingöngu í efsta þriðjungi í kasti og átaki.
tippet taumaendi Hér er átt við þann hluta taums sem er fremstur, mjóstur eða það efni sem hnýtt er framan á taum og flugan þar í.
trout fly silungafluga Silungafluga
tube túba Túba, fluga hnýtt á plast- eða málmrör.
turkey kalkúnn Kalkúnn

U

Erlent heitiÍslenskaSkýring
uaine grænt

gd

Skosk gelíska: grænn litur
uaine grænt

ga

Írska: grænn litur sem er málaður að litað með
ultra chenille stífur hnökurþráður Hnýtingarefni sem líkist stífum pípuhreinsara og er notað sem efni í búk flugu. Fáanlegt í ýmsum litum, sverleika, glitrandi eða matt.
ultra lace Plastefni sem er holt að innan, örfín slanga sem notuð er í búk á púpum.
underwing undirvængur Undirvængur á flugu.
uni knot Án efa einhver útbreiddasti fluguhnúturinn, einfaldur og auðlærður, gengur einnig undir heitinu en: duncan og en: grinner.
unloading afhleðsla Hugtak sem notað er um það þegar flugustöng afhleður sig þeirri orku sem safnast hefur í hana, orkan flyst út í línuna og ber fluguna út á vatnið.

V

Erlent heitiÍslenskaSkýring
vane fanir Fanir fjaðrar eru safn geisla og mynda báða helminga fjaðrarinnar.
varnish lakk Lakk sem notað er við fluguhnýtingar.
veiling skýlifjöður Skýlifjöður á flugu.
ventral neðrihluti skordýrs Haft um neðrihluta skordýrs, gjarnan þar sem fætur eða fálmarar eru.
vinyl rib ripp Vinyl efni sem er líkt og hálfmáni í laginu, flatt öðru megin en ávalt á hinni hliðinni. Notað í búk á púpu.
vise / vice hnýtingarþvinga Áhald til að klemma öngul í á meðan fluga er hnýtt, ritháttur breytilegur eftir löndum US / UK.

W

Erlent heitiÍslenskaSkýring
waders vöðlur Brók, gjarnan með bringu og baki sem framleiddar eru úr vatnsheldu efni, annað hvort með áföstum stígvélum eða sokkum.
wading shoes vöðluskór Skór sem gerðir eru í leðri eða gerviefnum, hvers notast við vöðlur með áföstum sokkum.
wax vax Vax til fluguhnýtinga, annað hvort til að bera á hnýtingarþráð eða fingur til að gera þá stama við meðhöndlun á fjöðrum.
wedi ei liwio litað

cy

Velska: litað efni
weight forward framþung lína Algengasta gerð flugulínu þar sem mest öll þyngd hennar er falin í fyrstu 30 – 40 fetum hennar, belgur línunnar. Aftan við belginn er grennri lína sem hefur lítið viðnám og kallast rennslislína. Einkennd með WF.
wet fly votfluga Votfluga, gjarnan notað yfir hefðbundnar votflugur með fjaðurvæng.
whip finisher Áhald til að einfalda hnýtingu whip fishing hnút fyrir flugur.
widgeon gráandafjöður Ein af fjöðrum gráandar sem nýttar eru til fluguhnýtinga.
wind knot vindhnútur Hnútur sem kemur á taum þegar flugukastið misferst í höndum veiðimanns. Hefur ekkert með vind að gera en dregur nafn sitt af vindingi sem línan verður fyrir á leið sinni.
wing vængfjaðrir Fjaðrir sem fengnar eru úr væng fugls, ósamhverfar fjaðrir og því mikilvægt að velja fjaðrir af sitt hvorum væng ef ná á samhverfum væng á flugu.
wing vængurVængur á flugu. Getur verið úr ýmsum hráefnum; hári, fjöður, gerviefni s.s. frauði o.s.frv.
wingcase vænghús Hús eða hjúpur utan um vængstæði skordýrs eða flugu, gjarnan úr hyrni eða harðri skél.
wingpad vængstæði Staður á skordýrir eða flugu þar sem vængir koma fram hjá fulltíða einstaklingi, gjarnan bunga á búk sem þakin er skél eða þéttum hárum.
wood duck skógarönd Skógarönd
wool ull Ull sem notuð er í fluguhnýtingar.
wrap vöf Vöf við fluguhnýtingar, vöf hnýtingarþráðar eða annars efnis um öngul.

Y

Erlent heitiÍslenskaSkýring
yarn garn Samheiti yfir garn sem notað er til fluguhnýtinga, framleitt úr gerviefnum, ull eða blöndu hvoru tveggja.
ysgarlad skarlatrautt

cy

Velska: skarlatrauður litur

Create a website or blog at WordPress.com