Kopar Moli Það er alltaf spurning hvort maður geti sagt að koparflugur hafi sótt töluvert í sig veðrið síðustu ár, þar sem ein fyrsta púpan var að stofninum til úr kopar. En með auknum áhuga á koparflugum, þá hefur útgáfum þeirra og útfærslum fjölgar verulega frá því ég hóf mínar fluguhnýtingar. Þekkt erlend fluga í…
Það hefur eitthvað borið á vangaveltum hér um léttleika flugna og ég er ekki alveg hættur enn. Í flestum færslum um léttari flugur hef ég verið að velta mér upp úr straumflugum, en hvað með púpurnar? Er ekki einmitt kostur við púpur að hafa þær þungar? Koma þeim niður sem fyrst, þyngja þær með tungsten…
Hefur þú í einhvern tíma lent í því að kaupa kúlur af ákveðinni stærð en fá eitthvað allt annað upp úr pokanum en þú áttir von á þegar heim er komið? Ég er ekki að gera því skóna að þú veiðir upp króka eða koparvír úr pokanum, en þú gætir fengið aðra stærð af kúlum…
Hvað á barnið eiginlega að heita? Keflishalda, þráðarhalda, bobbin eða bara eitthvað allt annað. FOS.IS hefur haldið sig við keflishalda og heldur sig við það áfram. Næsta spurning; hvað á barnið að verða þegar það verður fulltíða? Byrjendahöldur eru yfirleitt afar einfaldar; stífir leggir með smá hnúð á sitthvorum endanum sem stingst inn í tvinnakeflið.…
Zug Bug Höfundur Zug Bug, Cliff Zug ætlaði þessari flugu að vera eftirlíking vorflugu gyðlunnar og hefur greinilega tekist það all bærilega. Þessi fluga hefur oftast lent í einhverju af top 10 sætum yfir bestu silungaflugur allra tíma. Öngull: Hefðbundin 8-16Þráður: Svartur 8/0Skott: PeacockVöf: KoparvírBúkur: PeacockVængir: Ljósbrún stokkandarfjöðurSkegg: Brún hænufjöður Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur Stærðir 8-16 Stærðir 8-16
Zebra Midge Þessi fluga er eignuð Edward (Ted) Welling frá Arizona í Bandaríkjunum og sögð hafa komið fram á sjónarsviðið árið 1996. Það er engin ástæða til að efast um að Ted hafi gefið þessari flugu nafn sitt, en þegar ég sá þessa flugu fyrst, þá hélt ég að hún héti Black, Copper Bead-head og væri íslensk…