FOS
  • Færslur
  • Flugur
    • Flugur – uppskriftir
    • Febrúarflugur
    • Úr þvingunni
    • Klassískar flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Lengd og þyngd

    10.maí 2022
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Ef ég veiði urriða sem er 45 sm að lengd og eðlilegur í holdafari, hvað ætli hann sé þá gamall og þungur? Ef urriðinn hefur veiðst í Stóra Fossvatni í Veiðivötnum, þá getur hann verið á bilinu 7 til 9 ára, nákvæmar er nú ekki sem hægt er að skjóta á aldur hans. Að sama skapi getur þyngd hans getur verið frá 800 og upp 1.100 gr. eða jafnvel meiri ef hann er sérlega vænn.

    Aldursgreining hreisturs og kvarna úr frænda Veiðivatnaurriðans, þ.e. þess sem gotið var á Þingvöllum, sýna ágætlega vaxtarhraða eftir árum en gefa því miður litlar upplýsingar um þyngd hans:

    Aldur (ár)Meðallengd (sm)Lenging á milli ára (sm)Vaxtarstuðull á milli ára
    14,21,00
    29,65,41,29
    317,37,70,80
    425,380,46
    535,910,60,42
    647,411,50,32
    759,912,50,26
    870,810,90,18
    973,62,80,04
    1076,12,50,03
    Heimild: Aldursrannsóknir á urriða úr Öxará 1999 – VMST-S/00006X

    Skyndilegur samdráttur í vexti 8 – 9 ára urriða skýrist væntanlega af því að þegar urriðinn verður kynþroska, þá dregur verulega úr vexti hans.

    Afkomendur Þingvallaurriða sem sleppt var í Skorradalsvatn á áttunda áratug síðustu aldar víkur í nokkrum atriðum frá rannsóknum á Þingvöllum:

    Aldur (ár)Meðallengd (sm)Meðalþyngd (gr)Lenging á milli ára (sm)Þynging á milli ára (gr)
    31980––
    43139712317
    533,54552,558
    641,38677,8412
    751,8161510,5748
    Heimild: Fiskirannsóknir í Skorradalsvatni 2008-2009 – Jón Kristjánsson 2010

    Verulegt frávik er í vexti 4 til 5 ára urriða í þessari rannsókn, snögglega dregur úr vexti sem tekur þó aftur við sér þegar fiskurinn nær 6 ára aldri. Þess ber að geta að fjöldi fiska í hverjum árgangi var ekki mjög mikill og um meðaltal er að ræða þar sem eitt sýni getur aflagað niðurstöður.

    Það eru til ýmsar góðar töflur um þyngd urriða út frá lengd hans, en það er líka til ágæt formúla Fulton’s (1911) sem gefur þokkalega nálgun á þyngd fiska m.v. lengd. Formúlan styðst við ákveðin stuðul ástands (holdafars) þannig að hana má auðveldlega aðlaga mismunandi tegundum að undangengnum nokkrum mælingum og vigtun. Þumalputtaregla fræðinga hefur verið að urriði í venjulegum holdum sé með stuðul 1.0, sá magri 0.8 og sá væni 1.2

    Lengd (sm)Magur (gr)
    stuðull 0.8
    Eðlilegur (gr)
    stuðull 1.0
    Vænn (gr)
    stuðull 1.2
    15,0273441
    17,5394959
    20,0648096
    22,591106128
    25,0125156188
    27,5166208250
    30,0216270324
    32,5275343412
    35,0343429515
    37,5422527633
    40,0512640768
    42,5614768921
    45,07299111.090
    47,58571.0701.290
    50,01.0001.2501.500
    52,51.1601.4501.740
    55,01.3301.6602.000
    57,51.5201.9002.300
    60,01.7302.2002.600
    62,51.9502.4002.900
    65,02.2002.7003.300
    67,52.5003.1003.700
    70,02.7003.4004.100
    72,53.0003.8004.600
    75,03.4004.2005.100
    77,53.7004.7005.600
    80,04.1005.1006.100
    82,54.5005.6006.700
    85,04.9006.1007.400
    87,55.4006.7008.000
    90,05.8007.3008.700
    92,56.3007.9009.500
    95,06.9008.60010.300
    97,57.4009.30011.100
    100,08.00010.00012.000
    102,58.60010.80012.900
    105,09.30011.60013.900
    107,59.90012.40014.900
    110,010.64813.31015.972
    Útreikningar skv. Fulton (1911)
  • Styggur fiskur

    5.október 2021
    Fiskurinn, Línur og taumar

    Upp

    Forsíða

    Þegar vetur gengur í garð þá vinnur maður úr því sem maður hefur safnað í sarpinn yfir sumarið. Eitt af því sem ég geymdi í sarpinum er umræða sem ég átti s.l. sumar við afar lunkinn veiðimann um ljót köst. Einhverra hluta vegna var ég fullur afsakana og sagði eitthvað á þá leið að ljót köst veiða líka. Ég var leiðréttur hið snarasta og sagt að þetta ætti að vera ljótar flugur veiða líka. Jú, ég kannaðist eitthvað við þetta um ljótu flugurnar og fór að klóra í bakkann með köstin, var greinilega umhugað um réttlæta eitthvað.

    Við vorum sammála um ljótu köstin geta styggt fisk ef þau verða til þess að línan skellur niður á vatnið. Einmitt þetta getur verið ókosturinn við framþungar skotlínur í dag. Hraði þeirra er mikill, þær vaða út og eiga það til að skella niður á vatnið. Skothausinn er oft tiltölulega þungur og stuttur þannig að línan er svolítið eins og svipa þegar hún lendir á vatninu. Góð skotlína í höndum þokkalegs kastara á yfirleitt ekki í vandræðum með að vaða fram úr stangartoppinum þannig að það má alveg leyfa sér að tempra hraða hennar í framkastinu rétt nóg til að taumurinn leggist beint fram og hvorki lína né taumur skelli á yfirborðinu. Með því að halda örlítið við línuna þegar framkastið hefur náð hámarkshraða, þá hægir línan á sér, það réttist betur úr tauminum og hvoru tveggja leggst rólegar niður. Hver og einn veiðimaður verður að finna sinn takt í þessu viðhaldi línunnar en með smá æfingu er leikandi hægt að ná þessu þokkalega.

    En hvað með þennan stygga fisk ef línan hefur nú lagst rólega fram, taumurinn rétt vel úr sér og flugan er ekki með ógnar læti þegar hún lendir? Verður fiskinum virkilega jafn brugðið við tauminn eins og margir vilja vera láta? Já, trúlega eru til þau vötn sem eru svo tær og laus við allt fljótandi að taumurinn sker sig úr öllu því sem fiskurinn hefur vanist, að hann styggist. En, það kemur veiðimönnum eflaust á óvart hve margt og misjafnt er á ferðinni og flækist um í vatninu að öllu jöfnu. Gróður og gróðurleifar, aðskotahlutir sem fokið hafa út í vatnið og að ógleymdum skuggum þess sem flýtur á yfirborðinu. Allt þetta og fleira til er líklegra til að skjóta fiskinum skelk í bringu heldur en taumurinn. Eitt er það þó sem styggir fisk, meira að segja þann ódauðlega sem hefur náð meira en 1 metra og það er allt sem getur orðið honum skeinuhætt og erfðir hans hafa kennt honum að varast, m.a. maðurinn eða réttara sagt; fótatak hans og skuggi.

  • Lífsferill sjóbirtings

    6.maí 2021
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Í raun má segja að lífsferill sjóbirtings og sjóbleikju sé ekkert mjög frábrugðinn, ef undan er skilin valkvæð hegðun bleikjunnar að taka upp sjógönguhegðun eða ekki. Urriði af sjóbirtingsstofni virðist alltaf hafa þá hvöt / þörf að ganga til sjávar. Hér að neðan gefur að líta lífsferil urriða sem elst upp í ferskvatni en gengur til sjávar um leið og líkamsburðir og aðstæður leyfa.

    Fyrstu ár sjóbirtings í ferskvatni eru í nær engu frábrugðin venjulegum vatnaurriða. Algengast er að birtingurinn hrygni í ám eða lækjum, en við heppileg skilyrði getur hann hrygnt í stöðuvötnum. Oftast er hrygningartímabil hans frá því í byrjun september og fram undir lok október.

    Hrogn urriðans klekjast út í mars og fram í maí, allt eftir hitastigi vatnsins. Kviðpokaseiði urriðans hafa skamma viðdvöl í hrygningarmölinni, aðeins tvo mánuði að jafnaði og halda þá út í vatnsbolinn, stöðuvatn eða straumvatn. Smærri seiðinn halda þó til í lygnara vatni að jafnaði, en með auknum vexti eykst fæðuþörfin og seiðin færa sig út í straumþyngra vatn eða út í stöðuvötn þar sem fæðuframboð er meira.

    Þegar birtingurinn hefur náð tveggja til fimm ára aldri, þá gengur hann til sjávar í apríl til maí og dvelur allt að átta vikum í sjó áður en hann gengur aftur upp í ferskvatnið. Bæði geldfiskur og hrygningarfiskur gengur til sjávar, en dvelja veturinn í ferskvatni.

    Helstu heimildir: Nokkur atriði varðandi lífsferil laxfiska, Árni Ísaksson Veiðimálastofnun 1980.

  • Lífsferill urriða

    29.apríl 2021
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Urriða- og laxaseiði eru oft samkeppnisaðilar um æti í vistkerfum sem þessar tvær tegundir laxfiska deila. Skyndileg fjölgun af annarri tegundinni getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir afkomu hinnar tegundarinnar. Hér að neðan gefur að líta lífsferil urriða sem elst upp í lokuðu vistkerfi, stöðuvatni, og tekur ekki upp sjógönguhegðun.

    Algengast er að urriði hrygni í ám eða lækjum, en við heppileg skilyrði getur hann hrygnt í stöðuvötnum. Oftast er hrygningartímabil urriðans frá því í byrjun september og fram undir lok október. Dæmi eru þó til um að urriði hrygni alveg fram í janúar.

    Hrogn urriðans klekjast út í mars og fram í maí, allt eftir hitastigi vatnsins. Kviðpokaseiði urriðans hafa skamma viðdvöl í hrygningarmölinni, aðeins tvo mánuði að jafnaði og halda þá út í vatnsbolinn, stöðuvatn eða straumvatn. Smærri seiðinn halda þó til í lygnara vatni að jafnaði, en með auknum vexti eykst fæðuþörfin og seiðin færa sig út í straumþyngra vatn eða út í stöðuvötn þar sem fæðuframboð er meira.

    Almennt verður urriðinn kynþroska á fimm til sjö árum, en fjölmörg dæmi eru um afar seinþroska urriða sem verða ekki kynþroska fyrr en sjö til átta ára.

    Helstu heimildir: Nokkur atriði varðandi lífsferil laxfiska, Árni Ísaksson Veiðimálastofnun 1980.

  • Lífsferill sjóbleikju

    22.apríl 2021
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Hin síðari ár hafa ýmsar rannsóknir farið fram á lífsferli heimskautableikjunnar. Þessi sérstaki stofn lifir aðeins á norðurhveli jarðar og er sú ferskvatnstegund sem hefur nyrsta útbreiðslu. Síðustu áratugi hefur áberandi breyting orðið á vistkerfi norðurhvels jarðar og sterkar vísbendingar eru um að bleikjan sé sífellt að færa sig norðar og norðar á hvelið eftir því hvernig hlýnun jarðar vindur fram. Fyrstu sterku vísbendingarnar um þessar breytingar má merkja í atferli sjóbleikju. Hér gefur að líta lífsferill bleikju sem elst upp í ferskvatni en tekur upp flökkueðli sjóbleikju um tíma eða öll sín fullorðinsár.

    Frumbernska sjóbleikjunnar er í engu frábrugðin þeirrar staðbundnu þar til göngumunstur gerir var við sig hjá hluta stofnsins. Eins og áður hefur verið getið, þá getur bleikja sem á staðbundna foreldra tekið upp á því að ganga til sjávar hvenær sem er á lífsleiðinni, svo fremi hún hafi vöxt og tækifæri til sjógöngu. Það eru fyrst og fremst líkamlegir burðir bleikjunnar sem ráða því hvenær á lífsleiðinni hún gengur fyrst til sjávar.

    Frá náttúrunnar hendi er bleikjan þó undir það sett að geta aðeins lifað í nokkrar vikur í senn í fullsöltum sjó, yfirleitt fjórar til sex vikur, að hámarki átta vikur. Það vekur þó athygli að þessi eiginleiki hverfur ekki hjá bleikjunni þótt kynslóðir ákveðins stofns hafi eingöngu alið aldur sinn í ferskvatni. Opnist leið til sjávar úr einöngruðu lífkerfi getur bleikjan, líffræðilega séð, tekið upp á því að ganga til sjávar og það sem meira er, hún gerir það.

    Sjógönguhegðun bleikju er ekki bundinn við kynþroska fisk, geldfiskur gengur einnig til sjávar, en almennt hefur bleikjan ekki sjógöngu fyrr en hún nær 18 – 26 sm lengd. Kynþroska fiskur gengur til sjávar um leið og fyrstu ísa leysir og geldfiskurinn fylgir fast á eftir. Að sama skapi hverfur kynþroska fiskur fyrst til uppruna síns til þess að hrygna, geldfiskurinn nokkru síðar. Dæmi eru raunar um ákveðin vatnasvæði þar sem mjög óljós skil eru á milli sjávar og ferskvatns og þar virðist bleikjan vera á sífelldu rápi á milli svæða, að öllum líkindum lætur hún æti stjórna för. Yfirleitt heldur sjóreiður sig í innan við 50 km fjarlægð frá heimahögunum, en einhver dæmi eru um tvö eða fjórfalda þá vegalengd sem hún fer í sjó. Að vori étur bleikjan helst rauðátu (krabbadýr sem er 2 -3 sm að lengd) en þegar líður á sumarið fækkar rauðátu og þá færir bleikjan sig yfir í önnur krabbadýr, marflær og aðra hryggleysingja, jafnvel smáfisk (síli). Vöxtur bleikju í sjó er mjög hraður eða um 70% á hverju sumri, mestur hjá geldfiski og getur numið 6 – 10 sm. Hratt dregur úr vaxtarhraða bleikju við kynþroska og er hann þá ekki nema 0,5 – 6 sm.

    Sjóganga bleikjunnar er nokkuð regluleg eftir að hún hefst, en kynþroska fiskur á það þó til að sleppa stöku ári úr og halda sig eingöngu í ferskvatni það árið. Flækingar sjóbleikju eru þekktir og eru það geldfiskar sem ganga ekki endilega upp í heimaá sína úr sjó, en þegar kynþroska er náð þá ganga þær nær undantekningalaust aftur upp í sína heimahaga og hrygna þar.

    Helstu heimildir: Nokkur atriði varðandi lífsferil laxfiska, Árni Ísaksson Veiðimálastofnun 1980.

  • Lífsferill bleikju

    15.apríl 2021
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Lífsferill bleikju og urriða getur verið öllu flóknari heldur en laxa. Rannsóknir hafa sýnt að erfðafræðilegir þættir virðast ekki ráða því hvort afkvæmi bleikju verði staðbundin eða ganga í sjó. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á að bleikja getur verið staðbundinn langt fram eftir aldri, en þegar ákveðinni stærð er náð, þá tekur hún upp á því að ganga til sjávar í nokkurn tíma, gerir jafnvel hlé á gönguhegðun í einhvern tíma en tekur hana upp aftur síðar. Hér gefur að líta lífsferil bleikju sem elst upp í lokuðu vistkerfi (vatni) og er því staðbundinn allt sitt líf.

    Lífsferill staðbundinnar bleikjur er í meginatriðum afskaplega einfaldur. Staðbundinn bleikja hrygnir að öllu jöfnu í stöðuvatni en getur einnig valið sér lygnari ár og læki ef því er að skipta. Bleikjan hrygnir yfirleitt á bilinu september og fram í desember, afar misjafnt þó eftir stofnum og það eru jafnvel til dæmi um stofna sem hrygna í janúar og febrúar. Aðlögunarhæfni bleikjunnar er orðlögð og dæmi eru um að hún hrygni á allt að 100 m dýpi. Hrogn bleikjunnar eru á bilinu 3 – 5 mm, fjöldi þeirra afar misjafn en að jafnaði hrygnir stærri fiskur stærri hrognum. Hrognin klekjast yfirleitt á bilinu mars – maí og kviðpokaseiðin dvelja í einn mánuði í mölinni og fæða þeirra er aðallega smádýrasvif og smálirfur vatnaskordýra. Stærð kviðpokaseiða er u.þ.b. 1,5 en þegar þessu stigi lýkur færa seiðin sig út í vatnsbolinn og halda sig til að byrja með í botnlagi vatnsins en færa sig síðan upp og dreifa sér og byrja að éta stærri fæðu, s.s. krabbadýr, snigla, og lirfur og púpur stærri skordýra.

    Það er afar misjafnt eftir búsvæðum hvenær bleikjan verður kynþroska. Dæmi eru um að bleikja verði kynþroska tveggja ára þar sem samkeppni er mikil um fæðu og er það sterk vísbenind offjölgun einstaklinga í lokuðu lífkerfi. Þá er kynþroska fiskurinn smár og virðist ekki ná að stækka mikið eftir að kynþroska er náð, sem er raunar almenna reglan um bleikju.

    Fæða bleikjunnar er afar fjölbreytt, en þar til hún nær 100 gr er uppistaða fæðunnar aðallega hryggleysingjar, en hún getur gerst afræningi annarra fiska, jafnvel eigin stofns þegar hún hefur náð 100 gr. Þess ber þó að geta að vöxtur og atferli bleikjunnar er afar mismunandi eftir stofnum, hitastigi vatns og vitaskuld fæðuframboði.

    Helstu heimildir: Nokkur atriði varðandi lífsferil laxfiska, Árni Ísaksson Veiðimálastofnun 1980 og Eldisbóndinn, Háskólinn á Hólum o.fl. útgáfuár ókunnugt.

1 2 3 … 9
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2022 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

Hleð athugasemdir...
 

    • Fylgja Fylgja
      • FOS
      • Gakktu í lið með 156 áskrifendum
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Breyta vef
      • Fylgja Fylgja
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar