VELKOMIN Á FOS.IS

Ýmislegt og allt mögulegt sem tengist flugum, fluguhnýtingum og stangveiði almennt.

Flýtileiðir

Nýjustu færslurnar

 • Nýr FOS.IS
  Vefurinn tekur nokkrum hamskiptum um þessar mundir og rétt eins og önnur hamskipti, þá taka þau sinn tíma enda þarf að yfirfara 125 síður og rúmlega 2000 greinar og aðlaga nýju útliti. Það getur því verið að einhverjar síður og greinar aflagist lítillega eða komi einkennilega fyrir sjónir á meðan ég vinn mig í gegnum […]
 • Engin veiði?
  Það er ein spurning sem stendur upp úr þeim sem FOS.IS hafa fengið í sumar og hún er Er engin veiði þetta sumarið?  Svarið er margþætt þó það felist aðeins í einu orði; Jú. Jú, þrátt fyrir að sumarið hafi eiginlega varla komið fyrir utan stöku dag og dag. Jú, og mér hefur bara gengið […]
 • Einu feti framar
  Ég held að það hafi verið í einni af Ástríks bókunum sem þessi gullvæga setning var höfð eftir Spartverjum; Ef stóra tá þín er of stutt, gakktu þá fetinu framar. Mér er til efs að þetta sé sannleikanum samkvæmt, ekki ber að trúa öllu sem Ástríkur hefur sagt. Jæja, þá er ég búinn að ná […]
 • Skipað gæti ég, væri mér hlýtt
  Frá því skötuhjúin Adam og Eva komu einhverjum króum á legg, þá fór kynslóðabilið að gera vart við sig. Þegar ég lét mér þetta orðtak (fyrirsögnin) um munn fara hér um árið, þá stóð ekki á viðbrögðum yngri kynslóðarinnar á mínu heimili; Hva, er þér kalt? Að öllu gamni slepptu, þá rifjaðist þetta atvik upp […]
 • Líf í vatni
  Ef einhver velkist í vafa um það hvað craft fur er, þá er það einfaldlega gervihár sem upprunalega var framleitt í kraga á úlpur, alveg satt. Máttur fluguveiðinnar er aftur á móti slíkur að flest þekkjum við þetta frekar sem hráefni í flugur. Löng, fíngerð hár sem afar margir hnýtarar nota í stað náttúrulegra hára […]
 • Ferðabakgrunnur
  Fyrir einhverjum árum síðan benti ég hér á kosti þess að vera með ljósan, helst mattan bakgrunn þegar maður situr við fluguhnýtingar. Það kemur víst fyrir að hnýtingaraðstaðan sé ekki alveg eins snyrtileg og efni standa til, ýmislegt efni liggur á víð og dreif fyrir aftan þvinguna þannig að bakgrunnur flugunnar sem maður er að […]