
FOS.IS
Ýmislegt og allskonar um flugur, veiðistaði og stangveiði almennt.
Flýtileiðir
Nýjustu færslurnar
- Létt og leikandiMeira um léttar flugur! Já, ég er svolítið með þetta á heilanum þessi misserin og ekki skánar ástandið þegar kunningi æsir mann upp í að skrifa um léttar flugur í straumvatni. Það sem hann hafði í huga voru ekki léttar straumflugur, hvað þá votflugur því hann hefur enga trú á svoleiðis furðuskepnum eins og hann […]
- RassskellurEnn held ég áfram að kíkja yfir vandamála punkta síðustu ára, það virðist vera af nógu að taka, eða þá ég hafi gleymt að merkja við að ég hafi þegar skrifað eitthvað upp úr þessu pári mínu. Ef einhvern rámar í eldri grein um rassskelli, þá er eins líklegt að ég hafi gleymt að merkja […]
- Enn og aftur, vindhnúturEr virkilega svona erfitt að losna við vindhnúta eða eru þeir óhjákvæmilegur fylgifiskur fluguveiðinnar? Eitt sinn sagði góður maður við mig; Þeir sem fá ekki vindhnút stöku sinnum, eru ekki að veiða. Svo mörg voru þau orð og viðkomandi dró annað augað í pung þegar við heyrðum einn halda því fram að hann fengi aldrei […]
- Örlítið meiri léttleikiÞað hefur eitthvað borið á vangaveltum hér um léttleika flugna og ég er ekki alveg hættur enn. Í flestum færslum um léttari flugur hef ég verið að velta mér upp úr straumflugum, en hvað með púpurnar? Er ekki einmitt kostur við púpur að hafa þær þungar? Koma þeim niður sem fyrst, þyngja þær með tungsten […]
- Eitt kast, einn ferillGömul vísa, tugga, endurtekning, frasi, klisja, orðaleppur; Gott kast samanstendur af samfellu í kasti frá öftustu stöðu og fram í fremra stopp þar sem hröðun er jöfn og án kraftastæla. Svona hljómar pistill dagsins og ætti ekki að þarfnast nánari útskýringa við, og þó. Það gætu verið einhverjir fleiri þarna úti á veraldarvefnum sem eru […]
- Í fyrsta kastiFlestir geta hrósað því happi að hafa notið leiðsagnar vinar eða reynds veiðimanns þegar þeir tóku sitt fyrsta flugukast á æfinni. Þetta er vitaskuld ekki einhlítt, en fyrr eða síðar hefur væntanlega einhver bent á eitthvað hjá ykkur sem betur mætti fara. Eitt það fyrsta sem ég fékk að heyra var að bíða, bíða eftir […]