Febrúarflugur er hnýtingarátak sem FOS.IS stendur fyrir ár hvert í febrúar. Átakinu hefur vaxið fiskur um hrygg á þeim fjórum árum sem það hefur verið haldið og hefur verið í stöðugri þróun. Fyrirkomulag Febrúarflugna árið 2018 verður með svipuðu sniði og á síðasta ári:

Öllum er heimil þátttaka, engar skuldbindingar, enginn kostnaður
Þeir sem vilja, setja inn flugur í hópinn ‘Febrúarflugur‘ á Facebook
Þátttakendur eru velkomnir öll mánudagskvöld í febrúar í félagsheimili Ármanna í Dugguvogi 13

Dagskrá Febrúarflugna

1. febrúar – Fyrsti dagur í átakinu
5. febrúar – Hnýtingarkvöld í Árósum, Dugguvogi 13 frá kl.20:00 – 22:00 í boði Ármanna
12. febrúar – Hnýtingarkvöld í Árósum, Dugguvogi 13 frá kl.20:00 – 22:00 í boði Ármanna
19. febrúar – Hnýtingarkvöld í Árósum, Dugguvogi 13 frá kl.20:00 – 22:00 í boði Ármanna
26. febrúar – Hnýtingarkvöld í Árósum, Dugguvogi 13 frá kl.20:00 – 22:00 í boði Ármanna
28. febrúar – Lokakvöld Febrúarflugna í Árósum, Dugguvogi 13 frá kl.20:00 – 22:00 í boði Ármanna

Styrktaraðilar Febrúarflugna 2018

Frá upphafi hefur megintilgangur þessa átaks verið að hvetja til fluguhnýtinga og veita hnýturum tækifæri til að sækja sér leiðsögn reyndari hnýtara eða álits þeirra á verkum sínum. Það geta menn gert með því að setja inn myndir af flugunum í hópinn á Facebook eða mætt, hnýtt og skeggrætt flugur og hnýtingar í Árósum á mánudagskvöldum í febrúar.

Átakið hefur undanfarin ár notið stuðnings fjölmargra styrktaraðila sem lagt hafa til veglegar viðurkenningar sem veittar hafa verið heppnum þátttakendum. Vonir standa til að FOS.IS gefist kostur á að þakka fyrir þátttökuna með svipuðum hætti árið 2018. Styrktaraðilar þessa árs eru: