Febrúarflugur er hnýtingarátak sem FOS.IS stendur fyrir ár hvert í febrúar. Átakinu hefur vaxið fiskur um hrygg í þau fimm skipti sem það hefur verið haldið og sífellt fleiri taka þátt ár hvert. Árið 2018 voru öll fyrri met slegin; 62 hnýtarar lögðu til 523 flugur sem hátt í 1000 aðilar fylgdust með á Facebook og FOS.IS

Frá upphafi hefur megintilgangur þessa átaks verið að hvetja til fluguhnýtinga og veita hnýturum tækifæri til að sækja sér leiðsögn reyndari hnýtara eða álits þeirra á verkum sínum.