töflur

Allar töflur sem komið hafa fram á FOS í gegnum árin, nú aðgengilegar á einum stað.

Fyrir byrjendur

Byrjendur í fluguhnýtingum standa frammi fyrir ótrúlegu úrvali af áhöldum-, efni- og listum yfir hvoru tveggja sem þeir ættu að fjárfesta í. Hér kemur enn einn listinn, að þessu sinni í stuttu máli frá FOS.IS með upplýsingum um þær flugur sem hægt er að hnýta úr þessu efni.

Áhöld

Hnýtingarþvinga – einföld þvinga til að festa á borðbrún sem nýtist hnýtaranum vel og lengi.
Tvenn skæri. Ein í gróft efni t.d. vír og tinsel, önnur í fjaðrir og fínna efni.
Nál til að kljúfa hnýtingarþráð, bera lakk á haus flugunnar o.fl.
Fjaðurtöng til að halda í fjaðrir til að hringvefja eða halda efni til hliðar á meðan hnýtt er.
Keflishalda til að stýra þræðinum við hnýtingar.

Hnýtingarefni

Púpukróka/votflugu #10 & #12, straumflugu #8 & #10
Grubber króka #10 & #12
Svartan og brúnan hnýtingarþráð 6/0
Kopar og gyltan vír, miðlungs sverleika
Miðlungs vinyl rip, svart.
Peacock fjaðrir
Pheasant stélfjaðrir, ólitaðar
Marabou fjaðrir, gjarnan hvítar, svartar og orange eða bland í poka.
Náttúrulegt héra-döbb, gott aðhliða döpp í flugur.
Stuttar hanafjaðrir í hringvöf, skegg og skott, gjarnan svartar, hvítar, gular og orange.
Gæsafjaðrir (eða sambærilegar) í vængi á straumflugur, gjarnan hvítar og svartar.
Tinsel, gjarnan bland ýmissa lita í poka.
Prjónagarn, gjarnan rautt og svart.
Stál-, kopar- og gyltar kúlur í stærð 3,2 & 4,0mm
Flugulím
UNI Neon floss eða sambærilegt efni.

Flugur

Úr þessu hráefni væri t.d. hægt að hnýta eftirfarandi flugur. Athugið að smella má á myndirnar til að skoða uppskriftina að þeim.

BAB
Black Ghost
Black Zulu
Bloody Butcher
Brassie
Butcher
Burton
Buzzer
Dentist
Diawl Bach
Héraeyra
Hérinn
Koparmoli
Langskeggur
Mobuto
Mýpúpa
Nobbler
Peacock
Pheasant
Pheasant Tail
Pólskur Pheasant
Red Tag
Tailor
Top Secret Midge
Watson’s Fancy púpa
WD-40
Woolly Bugger

Create a website or blog at WordPress.com