Byrjendur í fluguhnýtingum standa frammi fyrir ótrúlegu úrvali af áhöldum-, efni- og listum yfir hvoru tveggja sem þeir ættu að fjárfesta í. Hér kemur enn einn listinn, að þessu sinni í stuttu máli frá FOS.IS með upplýsingum um þær flugur sem hægt er að hnýta úr þessu efni.
Áhöld
Hnýtingarþvinga – einföld þvinga til að festa á borðbrún sem nýtist hnýtaranum vel og lengi.
Tvenn skæri. Ein í gróft efni t.d. vír og tinsel, önnur í fjaðrir og fínna efni.
Nál til að kljúfa hnýtingarþráð, bera lakk á haus flugunnar o.fl.
Fjaðurtöng til að halda í fjaðrir til að hringvefja eða halda efni til hliðar á meðan hnýtt er.