Hérinn

Í þeirri góðu bók, Silungaflugur í íslenskri náttúru eftir þá félaga Stjána Ben. og Lárus Karl er sagt að höfundur Héranns sé ókunnur. Mér dettur nú helst í hug að svo mörgum veiðimanninum hefur dottið í hug að slíta skottið af Héraneyranu að ekki sé hægt að eigna einhverjum einum hugmyndina.

Sjálfur hef ég hnýtt þessa gjöfulu púpu frá því ég byrjaði fluguveiði og mér hefur hún alltaf gefið ágætlega. Sagt er að hún smelli best inn þegar vorflugan yfirgefur púpuhylkið sitt og syndir upp að yfirborðinu. Mér hefur hún fundist virka best; alltaf. Einfaldleiki hennar hefur alltaf höfðað til mín, rétt eins og forfaðir hennar Héraeyrað.

Höfundur: ókunnur
Öngull:
 Grubber 10 – 16
Þráður: Tan 8/0
Vöf: 
Fínn koparvír
Búkur: 
Héradubb

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10,12,14,1610,12,14,16

Veistu ekki alveg hvar efnið er að finna sem þú sækist í? Prófaðu þá að leita á síðunni