Kúlur

Eitt er það sem vafðist verulega fyrir mér í upphafi og það var að para saman stærðir á kúlum í mm. og tommum við stærðir öngla. Til að einfalda málið setti ég mér upp eftirfarandi töflu með algengustu stærðum kúlna og viðeigandi öngla.

1,5mm ~ 1/16″ 20, 22 & 24 18 & 22
2,0mm ~ 5/64″ 18 & 20 16, 18 & 20
2,4mm ~ 3/32″ 16 & 18 16 & 18
2,8mm ~ 7/64″ 14 & 16 14 & 16
3,2mm ~ 1/8″ 12 & 14 12 & 14
4,0mm ~ 5/32″ 10 & 12 10 & 12
4,4mm ~ 11/64″ 8 & 10 8 & 10
4,8mm ~ 3/16″ 6 & 8 6 & 8
5,0mm ~ 13/64″ 4 & 6 4 & 6
5,5mm ~ 7/32″ 2 & 4 4 & 6

Keilur

Þótt stærðir keilna til fluguhnýtinga séu ekki jafn margar og kúlna, þá getur verið gott að hafa við hendina smá gátlista yfir stærðir þeirra og passandi króka.

X-Small   5/32” ~ 4,0mm 6,8 & 10
Small   3/16” ~ 4,8mm 4,6 & 8
Medium   7/32” ~ 5,5mm 2,4 & 6
Large   1/4” ~ 6,4mm 1,2 & 4

Einhverjar stærðir (mm) kunna að koma einkennilega fyrir sjónir, en það helgast af því sem ég hef fundið erlendis (US tommur) og ég paraði með námundum við þekktar evrópskar stærðir.