töflur

Allar töflur sem komið hafa fram á FOS í gegnum árin, nú aðgengilegar á einum stað.

Festingar á flugu

Ekki þurfa allir listar að vera skráðir. Með tíð og tíma verða til listar í kollinum á hnýtaranum sem hann hefur í huga þegar hann hnýtir. Einn þessara lista sem ég hef myndað mér er hvar festa skuli tiltekna hluta flugunnar á öngulinn.

Tekið skal fram að þessi listi verður eflaust breytilegur eftir stíl hvers og eins hnýtara. Einhverjum gæti þótt þetta óþarfa listi, en hafa ber í huga að þessi atriði geta vafist fyrir byrjendum.

Hluti flugunnarStaðsetningStærðSkýring
Hnýtingarþráður festu niðurRétt aftan við auga önguls4-5 vafningarFlestar flugur ætti að undirbyggja alveg aftur að bug önguls og þá er það gert um leið og þráðurinn er festur niður.
BroddurVið leggenda öngulsU.þ.b. jafn langur og haus flugunnar er áætlaðurHnýtt frá búk og aftur og til baka, gjarnan vafið með tinsel eða áberandi floss.
SkottFesting ekki aftar en í flútti við odd önguls.Jafnlengd leggjar króks.*)*) Flestar púpur eru eð helmingi styttra skott.
Rass (e: but)Rétt framan við skottið.Einn eða tveir vafningar af efni.
VængstæðiFrá skotti og fram að haus.Á púpum er vængstæðið gjarnan aðeins yfir frambúk púpunnar, u.þ.b. 1/3 af legg.
VöfVafið grysjað yfir búkinn.4-6 vafningar með góðu bili á milli, færri fyrir döbbaðan búk.Algengast er að hnýtarar vefji of oft eða þérr yfir búkinn, gætið að því að undirliggjandi efni sjáist vel.
Lang oftast eru vöf fest niður að aftan og vafin að haus flugunnar.
DöbbByrja við skott og fram á haus.Byrja smátt, alltaf má bæta við.Búkur púpu er yfirleitt afturmjókkandi.
Skegg púpuRétt aftan við haus.U.þ.b. 1/4 leggjar önguls.
Skegg votfluguRétt aftan við haus.Ætti að snerta brodd önguls.
Skegg straumfluguRétt aftan við haus.Ætti að ná næstum að bug önguls.
Vængur votfluguFast við haus.Örlítið lengri en leggurinn.
Vængur straumfluguRétt aftan við haus.Allt að tvöföld legglengd.

Create a website or blog at WordPress.com