AFTM

Fyrir margt löngu síðan setti AFTM fram töflu um línunúmer þar sem þyngd fyrstu 30 fet línunnar var látin ráða því hvaða númer viðkomandi lína fékk. Með tíð og tíma hafa veiðimenn í auknu mæli farið að hugsa um annað viðmið við línuval á stangir sínar. Framleiðendur hafa stutt við þessa þróun með því að merkja stangir sínar eða upplýsa á annan máta um þyngd (grain) mismunandi línugerða sem henta þeirra stöngunum.

AFTM númerGrainGrömmÚnsur
160 +/- 63,880,137
280 +/- 65,180,183
3100 +/- 66,480,228
4120 +/- 67,780,274
5140 +/- 69,070,320
6160 +-/ 81,420,366
7185 +/- 811,990,422
8210 +/- 813,610,480
9240 +/- 1015,550,55
10280 +/- 1018,140,640
11330 +/- 1221,380,750
12380 +/- 1224,620,860

Ef flugustöng er tilgreind með s.k. Grain Window þá hefur veiðimaðurinn kost á að velja sér línu sem fellur innan þessa glugga. Sem dæmi má nefna að sé þessi gluggi settur 160 til 240 grain fyrir ákveðna stöng þá getur veiðimaðurinn valið línu sem fellur að lægri helming þessa bils, þ.e. 160 til 200 grain ef hann kýs að hlaða stöngina aðeins í efsta þriðjungi hennar. Kjósi veiðimaðurinn að hlaða stöng niður að neðsta þriðjungi, þá velur hann línu úr síðari helmingi gluggans, þ.e. 200 til 240 grain. Margir framleiðendur gefa þar að auki upp sérstaka glugga fyrir mismunandi tegundir lína, þ.e. skotlínur, scandi, skagit o.s.frv.

Ofangreint dæmi er sett fram með tvíhendu eða switch stöng í huga. Sjaldnast er þessi gluggi jafn víður þegar kemur að einhendum, þá stendur valið yfirleitt um tvær línuþyngdir, þrjár í besta falli.

Create a website or blog at WordPress.com