Síðbúnar greinar

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hafa tímaviltar greinar um hnýtingarefni verið að skjóta upp kollinum á síðustu vikum. Þessar greinar eru eftirreitur nokkurra greina um fjaðrir og hnýtingarefni sem hafa verið að færast aðeins til í birtingarröð, sumar heldur lengra inn í sumarið heldur en ég hefði viljað. Ástæða þessa er afskaplega einföld, þetta eru eftirreitur þeirra 50 greina sem ég skrifaði s.l. vor til að eiga fyrir sumarið. En nú er sarpurinn tæmdur og ekki afráðið hvenær regla kemst aftur á birtingar.

Auðvitað geta lesendur flakkað um allar greinarnar um hnýtingarefni sem hafa verið að birtast á liðnum mánuðum, en hér eru þær í smá samantekt, svona til einföldunar. Hægt er að lesa hverja grein fyrir sig með því að smella á myndirnar.

Fjöður
Bygging fjaðra
Fjaðrir á fugli
Fjaðrir á fugli
Stélfjaðrir
Stélfjaðrir
Hnakkafjaðrir
Hnakkafjaðrir
Vængfjaðrir
Vængfjaðrir
Söðulfjaðrir
Söðulfjaðrir
CDC
Rassendafjaðrir
Marabou
Marabou
Stíffanir
Stíffanir
Ull
Ull
Gler
Gler
Hár
Hár
Flís
Flís
Síðufjaðrir
Síðufjaðrir
Páfuglsfjaðrir
Páfuglsfjaðrir
fos_sokkabuxur
Sokkabuxur
Smelltu fyrir stærri mynd
Teygjur
Smelltu fyrir stærri mynd
Latex
fos_virar
Jólaseríur
Penslar
Penslar
Frönskukrydd
Frönskukrydd

Páfugl – Peacock

Páfuglsfjaðrir
Páfuglsfjaðrir

Ekki er hægt að týna til greinar um fjaðrir án þess að láta páfuglsfjaðra getið. Peacock herl stendur okkur silungsveiðimönnunum afskaplega nærri því höfðingi silungaflugnanna, sjálfur Peacock er gerður úr þeim.

Þessar fíngerðu og viðkvæmu stélfjaðrir páfuglsins eru notaðar í búk á ótal gerðum flugna, vængi í þekktar straumflugur og sem fálmara eða skott á ótal púpum. Sérstæðir eiginleikar þessara fjaðra til að endurkasta ljósi í öllum regnbogans litum gefa þeim stórkostlega nýtingarmöguleika við fluguhnýtingar. Þessir eiginleikar gefa flugunum nýtt líf þegar þær skjótast um í vatninu og æra silunginn til töku.

Gæði þessara fjaðra eru nokkuð misjöfn og ef þær eiga að styðja við væng straumflugu og njóta sín til fullnustu er eins gott að vandað sé til valsins því fjaðrir í miðlungs og lægri gæðaflokkum eru mjög viðkvæmar, brotna gjarnan og endurkasta litlu ljósi. Bestu fjaðrirnar eru þær sem eru næst ‚auganu‘ í páfuglsstélinu og eru því mjög eftirsóttar.

Síðufjaðrir – flanks

Síðufjaðrir
Síðufjaðrir

Síðufjaðrir koma af svæðinu rétt undir væng fuglsins niður að kvið. Þessar fjaðrir hafa aukið vinsældir sínar jafnt og þétt og margir hnýtarar hafa vegna áferðar þeirra og eiginleika stórlega aukið notkun þeirra og þá sérstaklega í silungaflugur. Helst hafa menn sóst í fjaðrir andfugla enda margar þeirra þeim eiginleikum gæddar að hrinda vel frá sér vatni eins og þær koma af skepnunni.

Bestu fjaðrirnar eru notaðar í þurrflugur og fíngerðar púpur, en þær stærri í votflugur og smærri straumflugur. Sumir hnýtarar ganga svo langt að segja að góð síðufjöður af önd sé lítið síðri en mun dýrari CDC fjöður og eru óhræddir við að skipta þeim inn fyrir CDC í þekktum flugum.

Flís

Óþrjótandi efni í þurrflugur
Óþrjótandi efni í þurrflugur

Áttu nýjan flísjakka eða peysu? Þvoðu kvikindið og skelltu því svo í þurrkarann einu og sér. Eftir smá stund, meira að segja á lægsta hita, hefur þú eignast eitthvert dýrasta dub-efni sem hægt er að kaupa; þurrflugudub í hæsta gæðaflokki. Nú hafa margir framleiðendur hnýtingarefnis komist að því að fleece (PEP plastefni) er alveg einstaklega heppilegt efni í þurrflugur. Trefjarnar sem sitja eftir í þurrkaranum eru fíngerðar, hreinar og umfram allt fullar af lofti sem er svo vel einangrað innan þráðanna að það er nánast ógjörningur að sökkva þráðunum einum og sér. Sem sagt; tilvalið í þurrflugur.

Frönskukrydd

Krydddollur
Krydddollur

Ekki alls fyrir löngu miðlaði ég af reynslu minni af íslenskri ull sem dub efni. Einu gleymdi ég þó alveg og það var að nefna hvernig ég geymi dubbið mitt. Auðvitað gæti ég keypt til þess gerðar hyrslur, marghólfa plastbox með götuðu loki. En, það er líka til einfaldari lausn sem mér finnst líka miklu handhægari; boxin undan frönskukryddinu sem fylgir oft með ruslfæðinu úr sjoppunni. Einfalt að þrífa dollurnar, gata lokið með hnýtingarskærunum og málið er dautt. Sjálfur hef ég fært keypta dubið úr plastpokunum yfir í dollurnar ef ekki hefur verið laust í dub-hólfi.

Hár

Hrosshár
Hrosshár

Ýmsar tegundir hárs eru notaðar í hnýtingar, einkum í vængi á stórum hárflugum eða þurrflugum. Algengustu tegundir hárs eru af dádýri, elg og hreindýri. Aðrar tegundir, fíngerðari eru t.d. kálfshár, íkorni og kanína og svo hérahár sem dub efni. Ekki er allt hár dýra eins og mismunandi eftir flugum hvaða eiginleikum menn sækjast eftir. Sem dæmi má nefna að menn sækjast eftir flotinu úr holum hárum elgsins og dádýrsins í þurrflugur á meðan menn sækjast eftir fíngerðu hári íkornans í skott á votflugum.

Hrosshár er einnig vinsælt til hnýtinga. Hrosshár er holt og flýtur því ágætlega og hentar vel í vængi á þurrflugur þó mun algengara sé að sjá það í uppskriftum fyrir stærri laxaflugur. Svo má alltaf prófa eitthvað nýtt, sjálfur hef ég hnýtt flugur eins og Hérann úr hrosshári sem kom bara ágætlega út. Það er um að gera að prófa sig áfram með efnið sem er næstum á hverjum girðingarstaur við vötnina okkar.

Gler

Glerperlur
Glerperlur

Sjaldnast kemur manni í hug ‘hnýtingarefni’ þegar gler kemur til umræðu. En glerperlur, einkum þessar glæru sem notaðar eru í ýmiskonar föndur, eru alveg fyrirtaks hnýtingarefni þegar kemur að því að líkja eftir loftbólum sem skordýrin líma undir kviðinn á sér eða utan um hausinn þegar þau leita upp að yfirborðinu. Rauðar perlur eru síðan alveg tilvaldar í blóðorm, einfaldlega raðað upp á öngulinn, endurkast glersins er alltaf mun eðlilegra heldur en glitrandi tinsels og ekki nándar nærri eins kostnaðarsamt og litað Epoxíð lím. Og ef þú hefur áhyggjur af þyng eða öllu heldur þyngdarskorti glersins m.v. brasskúlur, þá er sára lítill munur þar á.