Vertu í lit

Síðan 1975 hefur Sjónvarpið sent út í lit og á svipuðum tíma komu fram UV efni til hagnýtra nota, s.s. tannlækninga. Ef við sláum þessu hvoru tveggja saman, þá getum við sagt mjög ákveðið að nú sé löngu tímabært að fluguhnýtarar taki upp litað UV lím.

Sjálfur var ég heldur seinn að tileinka mér þetta lím, aðeins örfá ár síðan og fyrstu mánuðirnir og misserin fór ég alveg hamförum í að hnýta hinar og þessar flugur og notaði UV lím í nánast allt sem líma þurfti niður. Þegar nýjabrumið fór aðeins af UV líminu tók ég aftur fram gamla góða lakkið og Zap-A-Gap, en nota nú UV límið einkum til að gefa flugunum aukið líf og þá sérstaklega púpum.

Eitt er það þó ekki sem ég hef enn tamið mér að nota UV litin í og það er að merkja flugurnar eftir þyngd með mismunandi lit af UV lími. Mér skilst að þetta sé einföld og góð leið til að aðgreina flugur í boxinu eftir því hvort þær hafi verið þyngdar sérstaklega eða ekkert. Stundum er nefnilega ekki gott að gera sér grein fyrir auka þyngdinni þegar maður handleikur fluguna með köldum fingrum. Einfaldasti litakóðinn sem ég las um í þessum tilgangi er að léttasta útgáfan er með gulum punkti, miðlungs orange og sú þyngsta rauðum.

Ég get ekki sagt að ég sé mjög litaglaður í UV líminu mínu, ég á glært, gult, rautt, brúnt og svar. Fleiri eru nú litirnir ekki, en ein not fann ég strax fyrir tvo af þessum litum mínum og það er að setja gula punkta sitt hvoru megin á kúluna á fluguna mína, herða þá og setja síðan minni rauða punkta í miðjuna á þeim gulu. Þá er ég kominn með endingargóð augu á straumfluguna og ég þarf ekkert að vesenast með skull-hausa og límmiða.

Helst nota ég reyndar UV límið til að loka vænghúsi púpa eða setja yfir bak á flugu. Ég nota þá gjarnan flúrljómandi útgáfu af UV, svona rétt aðeins til að kveikja aðeins betur í fiskinum. Jú, svo má ekki gleyma að ég nota UV lím í að útbúa eftirlíkingu af skötuorminum, flugunni sem loksins gaf mér fisk í sumar sem leið, en sú fluga verður endurhönnuð í vetur.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com