Vatnaveiði -árið um kring

Í þessari gagnlegu handbók um silungsveiði á Íslandi er farið yfir heilt ár í lífi veiðimanns, allt frá undirbúningi og fluguhnýtingum að frágangi eftir síðustu veiðiferð ársins. Fjallað er um kjörsvæði og hegðun silungsins, mismunandi veiðislóðir, græjur og grip, og eftir því sem veiðiárinu vindur fram eru kynntar ólíkar aðferðir og gefin góð ráð til að leysa úr þeim vandkvæðum sem upp kunna að koma

Um bókina:

Bókin er alhliða fróðleg og fer jafnt í undirbúning sem framkvæmd. Undirritaður hefur lengi haft drauma um að stinga af með stöng, kaffibrúsa og hníf, sækja sér björgina sjálfur, annars svelta. Það verður kannski loksins af því í sumar, fyrst maður getur ekki borið fyrir sig þekkingarleysið lengur. ∼ Morgunblaðið

Veiðimenn eyða jafnan löngum vetrarkvöldum í að lesa veiðibækur og fagna útgáfu bóka um veiði. Mál og Menning var að gefa út bókina „Vatnaveiði – árið um kring“ sem er reglulega skemmtilegur lestur enda bókin full af góðum ráðum til handa veiðimannsins. ∼ Vísir

Í þessari gagnlegu handbók um silungsveiði á Íslandi er farið yfir heilt ár í lífi veiðimanns, allt frá undirbúningi og fluguhnýtingum að frágangi eftir síðustu veiðiferð ársins. Fjallað er um kjörsvæði og hegðun silungsins, mismunandi veiðislóðir, græjur og grip, og eftir því sem veiðiárinu vindur fram eru kynntar ólíkar aðferðir og gefin góð ráð til að leysa úr þeim vandkvæðum sem upp kunna að koma. ∼ Forlagið

fos_vauk_english

Vatnaveiði -árið um kring fæst í öllum betri bóka- og veiðivöruverslunum um land allt. Bókina má einnig nálgast í bókabúð Forlagsins á netinu og kynna sér efni hennar á Facebook.

Veistu ekki alveg hvar efnið er að finna sem þú sækist í? Prófaðu þá að leita á síðunni