
Watson’s Fancy
Afburðar fluga í bleikju og sjóbleikju, skosk að uppruna og mikið eftirlæti Donald Watson sem hnýtti hana fyrstur manna. Hnýtt sem straumfluga, púpa og jafnvel þurrfluga nú á tímum.
Þær eru ekki margar flugurnar sem hafa eignast svona mörg afkvæmi af breytilegum gerðum eins og Watson’s Fancy og menn nú á tímum veigra sér ekkert við að nefna afbrigði sín í höfuðið á frummyndinni.
Hér að neðan má sjá nokkrar púpu útfærslur þessarar frægu flugu.
Höfundur: Donald Watson
Öngull: Hefðbundnir í stærðum 6-16
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Hausfjöður úr gullfasana
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Rautt og svart flos
Skegg: Svört hanafjöður
Vængur: Fanir úr svartri vængfjöður (upphaflega notuð krákufjöður)
Haus: Svartur
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14 | 10,12,14,16 |



Hér að neðan má sjá þrjá snillinga hnýta; 1. hefðbundnu votfluguna 2. bumble útfærslu og 3. Eisa-útgáfa: