Black Ghost

Ein besta straumfluga allra tíma í urriða, sjóbirting og lax. Sannkölluð sígild hönnuna frá 1927 eftir Herbert L. Welch. Áhugi manna dalaði um nokkurn tíma á þessari straumflugu eins og svo mörgum öðrum, en hún hefur verið að koma sterk inn aftur síðari ár.

Síðari ár hafa komið fram á sjónarsviðið ýmsar útfærslur hennar, svo sem þyngd tungsten fyrir straumvatn og jafnvel púpur sem virðast þó ekki eiga sér neina samsvörun í lífríkinu.

Nokkuð útbreytt afbrigði hennar hefur fengið viðurnefnið Sunburst þar sem töluverðu orange er bætt í hana. Sögð sérstaklega skæð í urriða að vori.

Höfundur: Herbert L. Welch
Öngull: Legglangir 2/0 – 12
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Gullitaðar fanir af hana
Vöf: Ávalt silfur eða flatt eins og upphaflega var notað.
Búkur: Svart flos
Skegg: Sama og stél
Vængur: 2 hvítar söðulafjaðrir af hana
Kinnar: 2 fjaðrir af frumskógarhana, ekki óalgengt að menn sleppi þeim.
Haus: Svartur

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
Straumfluga 8,10,12Straumfluga 6,8,10,12Straumfluga 6,8,10

Snyrtileg klippa frá flyspoke.com

Create a website or blog at WordPress.com