Black Zulu

Einhver sagði; Líkist öllu en samt engu. Klassísk silungafluga sem enginn í raun veit hvers vegna fiskurinn tekur, en við vitum nú ekki heldur hvers vegna urriðinn tekur orange nobbler. Þessi er beinlínis ómissandi í vatnaveiðina, ennþá uppáhalds fluga margra þrátt fyrir dvínandi vinsældir síðari ár.

Oftast sér maður hana hnýtta eins og hér er sýnt, því sem næst original, en svo hafa menn breytt henni eftir eigin höfði, eins og gengur.

Sjálfur á ég hana með orange skotti, meira að segja með peacock fjöðrum í búk og svo má lengi telja.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Hefðbundin 8 – 14
Þráður: Svartur 6/0
Skott: Rauð ull
Búkur: Svört ull hringvafinn hanafjöður
Vöf: Ávalt silfur tinsel eða vír

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10,12,148,10,12,14

Create a website or blog at WordPress.com