BAB – Babbinn – Kibbi

Hér er á ferðinni fluga, ekki einhöm. Margir þekkja hana sem Kibba, aðrir sem Babbann og svo þekkir einstaka maður hana undir upprunalegu nafni sínu; BAB sem hún var skírð í snarhasti árið 2000 í höfuðið á höfundi sínum.

Eins og sjá má er þetta göldrótt fluga með eindæmum, einföld og bráðdrepandi eins og margar veiðibækur á Íslandi sanna. Höfundur hennar, Björgvin A. Björgvinsson notaði hana fyrst opinberlega í Íslandsmótinu í silungsveiði árið 2000, en þá hafði hann þegar reynt hana frá árinu 1996 í nokkrum útfærslum.

Úr sömu ættkvísl flugna má nefna Amalíu Þórs Nielsen og fluguna hans Sveins Þórs, Matta sem er að vísu með roðavafning í vínilnum en sver sig alveg í ættina.

Höfundur: Björgvin A. Björgvinsson
Öngull: Grupper 10-16
Þráður: Svartur 8/0
Búkur: Svart vínil
Kragi: Orange Globrite
Haus: Gullkúla

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10,12,14,1610,12,14

Ívar í Flugusmiðjunni setti saman stutt kennslumyndband sem við látum fylgja hér með:

Create a website or blog at WordPress.com