
Woolly Bugger
Einhver svipur hefur alltaf verið með Woolly Bugger og Dog Nobbler. Hvor varð til á undan veit ég ekki, en Woolly Bugger kom fram á sjónarsviðið 1967 þegar Russell Blessing útfærði fyrirmyndina Woolly Worm, setti á heilmikið marabou skott á orminn þannig að úr varð straumfluguna sem Buggerinn er í dag.
Nú er svo komið að Woolly Bugger er til í óteljandi afbrigðum lita og samsetninga þannig að Bandaríkjamenn hafa freistast til að nota heiti hennar sem almennt samheiti allra marabou straumfluga sem komið hafa fram á sjónarsviðið síðustu áratugi. Kannski ekki ósvipað því sem við hér heima höfum nefnt ótal flugur í höfuðið á Nobbler þótt því fari víðsfjarri að þær samræmis upprunalegu uppskriftinni.
Upprunaleg uppskrift Woolly Bugger er á þessa leið:
Höfundur: Russell Blessing
Öngull: Straumflugu 8 – 12
Þráður: Svartur 8/0
Þynging: 10 – 12 vafningar af blý- eða tungstenþræði
Skott: Svart marabou með glitþráðum að eigin vali
Búkur: Svart chenille hringvafið hanafjöður
Vöf: Silfur- eða koparvír
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14 | 10,12,14 | 8,10,12 | 8,10,12 |
Hér gefur að líta myndband af Woolly Bugger, að vísu olívu grænum með kúluhaus: