Nobbler eða Dog Nobbler eins og hann heitir fullu nafni er til í ótal mörgum útgáfum og það er í raun eins og allar marabou flugur með áföstum augum í einni eða annarri mynd hafi fengið þetta nafn hérna á Íslandi. Af gefinni reynslu í vatnaveiði, þá mæli ég með að menn prófi stutta útgáfu af Nobbler og vera sparir (mjög sparir) á chenille við skottið.

Saga þessarar flugu hefur lengið farið fyrir brjóstið á veiðimönnum Bretlandseyja, ekki vegna flugunnar sjálfrar, heldur vegna þess að hún er ein fárra flugna sem er varin einkaleyfi þar í landi. Höfundur flugunnar, Trevor Housby sauð þessa flugu saman á áttunda áratug síðustu aldar og flugan naut mikillar hylli, ekki síst eftir að tímaritið Trout Fisherman tileinkaði flugunni septemberblaðið árið 1980. Nafn flugunnar er dregið af því að Trevor kallaði urriða alltaf hunda og fluguna því Hunda glepju, Dog Nobbler. Eftir því sem ég kemst næst, sótti Sid Knight um einkaleyfi á flugunni árið 1984 og fékk. Einkaleyfið heldur að vísu ekki gagnvart neinu öðru en nafni flugunnar, þeim sem vilja hnýta og selja þessa flugu nægir að nefna hana einhverju öðru nafni, eins og t.d. Frog Nobbler eða Puppy, nöfn sem hún hefur sést undir. Þar að auki hafa margir veiðimenn bent á að flugur sem svipar mjög mikið til Dog Nobbler hafi komið fram á sjónarsviðið löngu áður en Trevor sauð hana saman, hvað þá Sid hafi fengið einkaleyfi á henni. Má þar nefna að árið 1941 birti Trout, Rod and Line nákvæma lýsingu á sambærilegri flugu og 1951 kom út bókin Fishing Flies and Fly Tying eftir Bill Blades þar sem hann birtir uppskrift að flugunni Lead Head sem óneitanlega svipar mjög til Dog Nobbler. Ætli hér sannist bara ekki hið fornkveðna að tveir eða fleiri hnýtarar geta verið að vinna með sömu hugmyndina, fullkomlega óafvitandi um tilvist flugunnar undir öðru nafni eða nöfnum.

Litirnir af Nobbler hafa verið margir og ef eitthvað er, þá fer þeim sífellt fjölgandi. Almennt hafa menn talað um að orange gengur vel í urriða, bleikur í bleikju, sjóbleikju og sjóbirting ásamt því að ólífugrænn hefur sannað sig í urriðann, rauður í sjóbleikjuna og sá svarti í urriða og lax, þá helst á haustin.

Höfundur: Trevor Housby
Öngull: Hefðbundnir eða legglangir 2 – 10
Þráður: Í sama lit og flugan, 8/0
Skott: Fanir úr marabou storki ásamt nokkrum þráðum af perlu flashabou
Kragi: Flúrljómað grænt chenille
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Marabou fjaðrir
Búkfjaðrir: Hanafjaðrir í sama lit og skottið
Augu: Málaður haus, gjarnan úr blýi

Hér fer Michael Jensen fimum höndum um Dog Nobbler eins og hann leggur hana upp:

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Bleikur 8,10,12
Svartur 8, 10, 12
Orange 8,10,12Rauður 8,10,12Bleikur 8,10,12 Olive 8,10,12Svartur 8,10,12Orange 8,10,12  Orange 8,10,12

11 Athugasemdir

  1. Bakvísun: Votflugur – FOS
  2. Sæll frábær síða hef lesið margar greinar hér sem hafa sýnt mér meiri innsýn í veiði hugleiðingar þínar og mínar núna, ástæða þess að ég rataði inn á þessa síðu var sú að ég hitti mann upp í Veiðivötnum sem veiddi grimmt á fluga sem heitir Koppler vændanlega eitt afbrigði af Nobbler, hann sagði mér að hún væri meira þyngt en Nobblerinn liti eins út nema væri með meiri litaafbrigðum í. Ég var að fylgjast með honum veiða Draugatanga í Veiðivötnum með þessari nefndu flugu hann óð 8 metra útí og kastaði langt byrjaði strax að strippa á mega hraða strippi beið ekki neitt á þeim tíma sem ég horfði á hann var hann alltaf í fiski, á ákveðnum tímapunkti þá fór ég út úr bílnum og tók spjallið við hann, hann sagði mér að nafn flugunnar Koppler hún væri þyngt, línan var flotlína með inntermedied framenda þar sem flugan væri vel þyngt þá væri engin þörf á að bíða. Þar sem ég var ekki í vöðlum þá tók ég stöngina mína náði í álíka nobbler og kopplerinn leit út og kastaði eins langt og kom flugunni frá bakkanum viti menn leið og hraða strippið byrjaði þá var flugan neglt 4 sek síðar 20 m frá bakka urriða dans var hafinn útá vatnsfletinum, mín lína er indermed vel sökkvandi með stuttum taum, nú langar mig að vita þekkir þú til þessarar flugu með nafnið Koppler nobbler mig langar að kaupa eintak til að búa til fyrir komandi veiðisumur kveðja þinn follower í náinni framtíð Jafet G.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.