Woolly Worm er fluga sem er komin nokkuð til ára sinna og af henni hafa sprottið nokkrar lítið þekktar flugur en einnig ótrúlegur fjöldi flugna sem við þekkjum vel í dag. Flugan er upprunnin í Ozark fjöllum Arkansas í Bandaríkjunum fyrir margt löngu síðan, en almennri útbreiðslu náði hún þegar Don Martinez, veiðimaður og hnýtari, kom henni á framfæri upp úr 1950.
Við fyrstu sýn svipar þessari flugu nokkuð til hinnar Skosku Black Zulu, en yfirleitt er Woolly Worm hnýtt á öllu lengri krók, allt upp í 3XL og höfð nokkuð sverari um sig heldur en Black Zulu. Með tíð og tíma hefur litaval í þessa flugu aukist verulega og finnst hún víða með brúnu eða grænu búkefni, meira að segja í skærum litum eins og UV gulu, appelsínugulu og hárauðu. Allt samsetningar sem ganga í augu silungsins.
Uppskriftin hér að neðan miðast við þá uppskrift sem Don Martinez setti fram.
Höfundur: Don Martinez
Öngull: Legglangur 8 – 12
Þráður: Svartur 8/0
Þynging: 6 – 10 vafningar af blý- eða tungsten þræði
Skott: Rauð ull eða marabou vöndull
Búkur: Svart chenille, hringvafið með hanafjöður
Vöf: Silfur-, kopar- eða gyltur vír
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14 | 12,14 | 8,10,12,14 | 8,10 |
Hér gefur síðan að líta alveg ágætis leiðbeiningar að því hvernig hnýta skal fluguna:
1 Athugasemd