
Héraeyra
Það getur verið nokkuð snúið að setja saman uppskrift að Héraeyranu því það eru til svo ótalmörg afbrigði þessarar klassísku silungaflugu. Sú uppskrift sem ég styðst við hérna er að finna í ‘The Fly-tying bible’ eftir Peter Gathercole.

Öngull: Legglangur 8-22
Þynging: Blýþráður
Þráður: Drapplitaður/brúnn 6/0
Skott: Nokkur hár úr héragrímu
Vöf: Ávalt gull
Búkur: Hérahár, dúpp
Vængstæði: Gróf hérahár
Það er svo undir hverjum og einum komið hvort menn noti þessi eða önnur hráefni, bæti við eða fellið út.

Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12 | 10,12 |
Hér er svo ein útgáfa þessarar klassísku flugu og eins og svo oft áður hnýtt af Davie McPhail: