
Tailor
Lengi vel hef ég verið að eltast við eigin misskilning um þessa flugu, en nú tel ég mig hafa náð botninum í þessa frábæru hönnun Skarphéðins klæðskera.
Flugan sver sig í ætt Pheasant Tail og Grey Goose en er 100% Íslensk frá byrjun til enda. Alla tíð frá því Skarphéðinn prófaði hana í Elliðavatni hefur hún gefið vel þar sem og í ýmsum öðrum vötnum eins og t.d. Hlíðarvatni í Selvogi.
Þessi fluga er klassíker silungsveiðimanna á Íslandi og menn ættu ekki að gleyma henni í boxinu.
Höfundur: Skarphéðinn Bjarnason
Öngull: Hefðbundinn votfluguöngull 12 – 20
Þráður: Brúnn 8/0
Vöf: Gyltur vír
Búkur og vængstæði: Brúnn ullarþráður, árórugarn
Bak: ljósbrún ull, árórugarn
Haus: svartur, lakkaður
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14,16 | 10,12,14 |