
Mobuto
Þegar ég hóf fluguveiði heyrði ég mikið tala um Mobuto, Móbútú, Móbútó og svo mætti lengi telja. Þegar á hólminn var komið og ég ætlaði að versla mér kvikindið sem svo mikið var dásamað, þá kom babb í bátinn. Næstum allar flugur sem búnar voru til úr vínil rippi með einhvers konar kraga, með og án kúlu hétu Mobuto.
Til að lauma hér inn lýsingu og festa einhvera mynd á dýrið, þá ákvað ég að taka mark á ‘Silungaflugur í náttúru íslands’ og halda mig við þá flugu sem Mobuto. Aftur á móti hef ég fengið þau skilaboð frá þekktum veiðimönnum hér á síðuna að allt sem útbúið er úr vinil sé Mobuto, einfalt og gott.
Höfundur: Skúli Kristinsson
Öngull: Hefðbundin 8 – 16
Þráður: Svartur 8/0
Búkur: Svart vínil rib
Kragi: Svart dub
Vængur: Hvítar antron lufsur
Haus: Koparkúla
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14,16 | 10,12,14 |