
Top Secret Midge
Þessi litla snotra mýfluga Pat Dorsey hefur verið sérlega vinsæl meðal veiðimanna í Klettafjöllunum Bandaríkjanna á liðnum árum og ætti engan að undra. Þessari flugu svipa vitaskuld til margra annarra flugna, en einfaldleiki hennar er nægur til að allir geta hnýtt hana og það sem meira er, hún virkar.
Rétt eins og um aðrar flugur sem líkja eiga eftir mýflugu, þá er hún yfirleitt hnýtt á krók #18 eða smærri, en sjálfur hef ég hnýtt hana töluvert stærri, alveg niður í #12 og hún virkar þannig líka. Um hæfni höfundar flugunnar þarf ekki að fjölyrða, frá honum hafa komið margar snyrtilegar flugur í gegnum tíðina. Pat er einn eigenda Blue Quill Angler í Colorado og hefur sent frá sér fjölda bóka um veiði og fluguhnýtingar.
Höfundur: Pat Dorsey
Öngull: Hefðbundinn- eða grubber #18 – #24 (t.d. Kamasan 100 eða B110)
Þráður: Dökk brúnn 8/0
Vöf: Hvítur þráður 6/0 (má jafnvel nota UNI GloThread 3/0) eða silfraður vír
Vængur: Hvítir fluor þræðir
Vængstæði: Brúnt fíngert dub
Þannig að því sé haldið til haga, þá er flugan á myndinni að ofan ekki skv. upprunalegri uppskrift Pat en sú í myndbandinu hér að neðan er það: