Úr flóru koparflugna kemur Brassie. Eins og svo margar aðrar frænkur hennar er efnisvalið afar einfalt; koparvír og smá dub efni. Íslensk afbrigði, frænkur eða hvað menn vilja kalla þær, eru til í ófáum útfærslum.

Flugan er langt því frá einhver fornaldarskepna, upprunnin í Colorado á árunum eftir 1960.

Afbrigðin eru næstum eins mörg og hnýtararnir eru margir, en í grunninn er þessi fluga alltaf eins, bara spurning hvaða lit menn velja á dubið eða vírinn, mögulega setja menn kúluhaus á kvikindið, aðrir ekki.

Höfundar: Ken Chandler, Tug Davenport og Gene Lynch
Öngull: Hefðbundin 12 – 16
Þráður: Svartur 8/0
Búkur: Miðlungs koparvír
Vængstæði: Svart dub
Haus: Koparkúla, ef vill

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10,12,14,1610,12,14

Hér fer svo hann Ívar í Flugusmiðjunni fimum fingrum um Brassie:

Create a website or blog at WordPress.com