Dentist

Dentist er án nokkurs vafa ein allra vinsælasta og þar með veiðnasta straumfluga á Íslandi, og þótt víðar væri leitað.

Sterkust hefur hún verið í urriða og sjóbirting, en á sér mörg fórnarlömb úr stofnum bleikju, sjóbleikju og laxa.

Í gegnum tíðina hefur viðgengist að hnýta þessa flugu í allt frá appelsínugulu yfir í há-rautt afbrigði.

Eins og um svo margar aðrar straumflugur hafa hin síðari ár skotið upp kollinum ótal afbrgiði hennar, þyngdar með tungsten fyrir straumþungar ár eða jafnvel léttklæddar lirfur í vötn. Sjálfur tek ég votflugunálgun á þessa flugu, nota fjöður í vængi, skott og skegg þótt upprunalega hafi hún alltaf verið hnýtt úr hárum.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Legglangur 2-12
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Hár úr orange kálfshala, jafnvel rauð.
Vöf: Ávalt gull
Búkur: Flatt gull tinsel
Skegg: Sama og í stéli
Vængur: Svört hjartarhalahár eða svart marabou í minnstu flugurnar 10-12
Haus: Svartur

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
 Straumfluga 8,10 & 12 Straumfluga 6,8 & 10Straumfluga 8,10 & 12 Straumfluga 6,8 & 10

Hér að neðan má sjá Ívar í Flugusmiðjunni  setja í einn Dentist með hárvæng:

Create a website or blog at WordPress.com