Mýpúpa

Þegar lesendur reka augun í þessa púpu er lang líklegast að flestum verði á orði; Nei, þetta er ekki mýpúpan.

Það eru til svo mörg afbrigði af því sem menn kvitta í veiðibækurnar sem Mýpúpa að það væri örugglega efni í sérstakt blogg, heila vefsíðu, að birta myndir af þeim öllu.

En, svona getur kvikindið litið út í einfaldri mynd. Ekkert rugl, bara vinyl rip, svartur hnýtingarþráður og svart dub. Svona hefur hún gefið mér og svona er hún til í nokkrum stærðum í boxinu hjá mér.

Höfundur: allir og enginn
Öngull: grubber 10 – 20
Þráður: Svartur 8/0
Búkur: vinyl rip
Kragi: svart dub, gjarnan smá crystal flash saman við
Haus: lakkaður

Svo má líka leika sér með vinyl, vefja öngulinn með t.d. rauðum þræði og leyfa að grisja á milli vafninga af vinylnum. Þá getur kvikindið litið einhvern vegin svona út:

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10,12,14,16,18,2010,12,14,1610,12,14,16,18,20

Create a website or blog at WordPress.com