Pólskur Pheasant Tail

Hér er alveg bráðskemmtilegt afbrigði af Pheasant Tail flugunni víðkunnu sem Skotinn Davie McPhail setti á netið fyrir nokkrum árum (sjá klippu hér að neðan). Þessi fluga hefur heldur betur gert góða hluti og ég mæli eindregið með því að menn prófi þessa. Sjálfur legg ég mikla áherslu á að nota kúlu úr kopar, ekki gyllta, því flugan virðist veiða því betur sem meira samræmi er í lit hennar og auðvitað verður koparvírinn að ráða. Ég hef verið óhræddur að yfirspekka kúluna um eina stærð til að þyngja hana vel.

Að veiða þessa flugu eins og venjulega votflugu hefur gefið konunni minni flesta fiska, mér gefur hún best ef ég dreg hana lötur hægt eftir botninum, stutt í hverju togi.

Höfundur: Davie McPhail, í það minnsta þessi útgáfa
Öngull: Hefðbundin 8 – 16
Þráður: Rauður 8/0
Skott: Fanir í stélföður hringfasana
Vöf: Koparvír
Kragi: Brúnleitt dub úr héra
Haus: Koparkúla

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10,12,14,1610,12,14

Create a website or blog at WordPress.com