
Red Tag
Merkileg fluga sem á uppruna sinn að rekja til Englands kringum 1850, hálft skordýr, hálft viðrini. Frá fyrstu tíð hefur þessi fluga verið veiðimönnum hin besta skemmtun og silunginum banvæn. Það er nokkuð misjafnt eftir heimshornum hvaða skordýri menn telja hún líkjast helst; Ástralir segja hana líkjast ákveðinni bjöllu sem þar finnst, Bandaríkjamenn flugu sem ég þori ekki að nefna á íslensku en Skotar segja hana líkjast lífvörðum hennar hátignar, Englandsdrottningar.
Hvað sem þessu líður hefur þessi fluga gefið vel í gegnum tíðina og sjálfsagt að koma uppskrift af henni hér inn.
Höfundur: Martyn Flynn
Öngull: Hefðbundin 10 – 18
Þráður: Svartur/brúnn 8/0
Skott: Rauð ull
Búkur: Peacock herl
Kragi: Ljós-rauð hanafjöður, hringvafin
Haus: Lítill
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14,16 | 10,12,14 |
