Flýtileiðir

Lengd og þyngd

Ef ég veiði urriða sem er 45 sm að lengd og eðlilegur í holdafari, hvað ætli hann sé þá gamall og þungur? Ef urriðinn hefur veiðst í Stóra Fossvatni í Veiðivötnum, þá getur hann verið á bilinu 7 til 9 ára, nákvæmar er nú ekki sem hægt er að skjóta á aldur hans. Að sama skapi getur þyngd hans getur verið frá 800 og upp 1.100 gr. eða jafnvel meiri ef hann er sérlega vænn.

Aldursgreining hreisturs og kvarna úr frænda Veiðivatnaurriðans, þ.e. þess sem gotið var á Þingvöllum, sýna ágætlega vaxtarhraða eftir árum en gefa því miður litlar upplýsingar um þyngd hans:

Aldur (ár)Meðallengd (sm)Lenging á milli ára (sm)Vaxtarstuðull á milli ára
14,21,00
29,65,41,29
317,37,70,80
425,380,46
535,910,60,42
647,411,50,32
759,912,50,26
870,810,90,18
973,62,80,04
1076,12,50,03
Heimild: Aldursrannsóknir á urriða úr Öxará 1999 – VMST-S/00006X

Skyndilegur samdráttur í vexti 8 – 9 ára urriða skýrist væntanlega af því að þegar urriðinn verður kynþroska, þá dregur verulega úr vexti hans.

Afkomendur Þingvallaurriða sem sleppt var í Skorradalsvatn á áttunda áratug síðustu aldar víkur í nokkrum atriðum frá rannsóknum á Þingvöllum:

Aldur (ár)Meðallengd (sm)Meðalþyngd (gr)Lenging á milli ára (sm)Þynging á milli ára (gr)
31980
43139712317
533,54552,558
641,38677,8412
751,8161510,5748
Heimild: Fiskirannsóknir í Skorradalsvatni 2008-2009 – Jón Kristjánsson 2010

Verulegt frávik er í vexti 4 til 5 ára urriða í þessari rannsókn, snögglega dregur úr vexti sem tekur þó aftur við sér þegar fiskurinn nær 6 ára aldri. Þess ber að geta að fjöldi fiska í hverjum árgangi var ekki mjög mikill og um meðaltal er að ræða þar sem eitt sýni getur aflagað niðurstöður.

Það eru til ýmsar góðar töflur um þyngd urriða út frá lengd hans, en það er líka til ágæt formúla Fulton’s (1911) sem gefur þokkalega nálgun á þyngd fiska m.v. lengd. Formúlan styðst við ákveðin stuðul ástands (holdafars) þannig að hana má auðveldlega aðlaga mismunandi tegundum að undangengnum nokkrum mælingum og vigtun. Þumalputtaregla fræðinga hefur verið að urriði í venjulegum holdum sé með stuðul 1.0, sá magri 0.8 og sá væni 1.2

Lengd (sm)Magur (gr)
stuðull 0.8
Eðlilegur (gr)
stuðull 1.0
Vænn (gr)
stuðull 1.2
15,0273441
17,5394959
20,0648096
22,591106128
25,0125156188
27,5166208250
30,0216270324
32,5275343412
35,0343429515
37,5422527633
40,0512640768
42,5614768921
45,07299111.090
47,58571.0701.290
50,01.0001.2501.500
52,51.1601.4501.740
55,01.3301.6602.000
57,51.5201.9002.300
60,01.7302.2002.600
62,51.9502.4002.900
65,02.2002.7003.300
67,52.5003.1003.700
70,02.7003.4004.100
72,53.0003.8004.600
75,03.4004.2005.100
77,53.7004.7005.600
80,04.1005.1006.100
82,54.5005.6006.700
85,04.9006.1007.400
87,55.4006.7008.000
90,05.8007.3008.700
92,56.3007.9009.500
95,06.9008.60010.300
97,57.4009.30011.100
100,08.00010.00012.000
102,58.60010.80012.900
105,09.30011.60013.900
107,59.90012.40014.900
110,010.64813.31015.972
Útreikningar skv. Fulton (1911)

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com