Langskeggur Langskeggur er ein þeirra flugna sem ber nafn með réttu. Skegg flugunnar er langt, mjög langt og vel umfram það sem öll púpu- og votflugufræði segja hnýturum. En það hefur alls ekki komið niður á veiðni þessarar flugu, nema síður sé. Frá því Örn Hjálmarsson kom fram með þessa flugu hefur hún fært veiðimönnum […]
Nýr styrktaraðili Febrúarflugna er veiðiverslunin Langskeggur. Langskeggur hefur um árabil selt vörur Tempel Fork Outfitters á Íslandi, flugustangir, fluguhjól og línur. Temple For Outfitters hafa um árabil notið samstarfs við marga af þekktustu fluguveiðimönnum heims við hönnun TFO stanga og hjóla. Þeirra á meðal eru m.a. Lefty Kreh og Gary Loomis, einstaklingar sem hafa haft […]
Febrúarflugur fara heldur betur laglega af stað þetta árið, langt yfir 100 flugur litu dagsins ljós fyrstu þrjá dagana og meðlimum hópsins á Facebook fjölgar á degi hverjum. Eins og nærri má geta er FOS.IS í skýjunum með þessar undirtektir hnýtara. Styrktaraðilar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja, nú sem endranær, og stöndum við […]
Sweep FOS.IS hefur gert þetta áður og gerir nú aftur, sumar laxaflugur eru einfaldlega til þess fallnar að hnýta fyrir urriða og sumar meira að segja fyrir bleikju. Þetta er gömul og góð laxafluga, ættuð frá Bretlandseyjum, það eitt er víst, en trúlega frá Skotlandi. Ekki ber alveg öllum heimildum saman um það hvort hún […]
American Express Ætterni þessarar flugu er nokkuð augljóst og ættmóður hennar er að finna hérna á síðunni. Þó höfundur flugunnar eða þessa afbrigðis hafi ekki nefnt þær saman á nafn, þá er nokkuð augljós tenging. Höfundur flugunnar, Alun Rees er enginn nýgræðingur í stangveiði og hefur um árabil veitt sjóbirting við strendur Suður Wales og […]
Alexandra Það hefur lengi staðið til að setja þessa flugu á síðuna, en það hefur strandað á því að finna upprunalegu uppskriftina og því hefur þetta dregist úr hófi. Margt og mikið hefur verið skrifað um þessa flugu í gegnum tíðina, sumt orðum aukið, annað beinlínis rangt með farið og ýmislegt hefur orðið tilefni orðahnippinga […]