Langskeggur Langskeggur er ein þeirra flugna sem ber nafn með réttu. Skegg flugunnar er langt, mjög langt og vel umfram það sem öll púpu- og votflugufræði segja hnýturum. En það hefur alls ekki komið niður á veiðni þessarar flugu, nema síður sé. Frá því Örn Hjálmarsson kom fram með þessa flugu hefur hún fært veiðimönnum…
Nýr styrktaraðili Febrúarflugna er veiðiverslunin Langskeggur. Langskeggur hefur um árabil selt vörur Tempel Fork Outfitters á Íslandi, flugustangir, fluguhjól og línur. Temple For Outfitters hafa um árabil notið samstarfs við marga af þekktustu fluguveiðimönnum heims við hönnun TFO stanga og hjóla. Þeirra á meðal eru m.a. Lefty Kreh og Gary Loomis, einstaklingar sem hafa haft…
Að loknum tíundu Febrúarflugunum er FOS efst í huga þær frábæru undirtektir sem þetta litla hugarfóstur hefur fengið meðal hnýtara og áhugafólks um flugur og fluguhnýtingar í ár og á liðnum árum. Ef bókhaldið stemmir, þá eru flugurnar þessi 10 ár komnar í 7.566 sem er ekkert smáræði. Í ár tókum tæplega 1.500 aðilar þátt…
Þann 1. mars mun FOS draga út nöfn 22ja heppinna hnýtara sem fá viðurkenningu frá styrktaraðilum okkar fyrir þátttökuna í Febrúarflugum þetta árið. Veglegir styrkir velunnara okkar hafa í gegnum árin gert okkur kleyft að gauka glaðningi að hópi hnýtara sem árlega hafa verið dregnir úr hópi þeirra sem setja inn flugur í átakið og…
Nú þegar síðasta helgin í febrúar nálgast eins og óð fluga (FOS áskilur sér 5 aur fyrir þennan) þá er ekki úr vegi að draga saman nokkra punkta um Febrúarflugur 2023. Hnýtarar eru nú að narta í að setja 1000. fluguna inn þetta árið og það eru en 5 dagar eftir af mánuðinum. FOS var…
Febrúarflugur fara heldur betur laglega af stað þetta árið, langt yfir 100 flugur litu dagsins ljós fyrstu þrjá dagana og meðlimum hópsins á Facebook fjölgar á degi hverjum. Eins og nærri má geta er FOS.IS í skýjunum með þessar undirtektir hnýtara. Styrktaraðilar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja, nú sem endranær, og stöndum við…