Oft á ég við ákveðið frávik í fluguköstum að glíma. Ég tek upp línuna, vinn hana þokkalega upp í fyrsta bakkast, finn aftara stoppið, hröðunina fram að fremra stoppi og endurtek leikinn. Allt leikur í lyndi þar til kemur að því ég ætla að leggja fluguna fram. Þá grípur stundum um sig einhver einhver tryllingur, ég…
Þegar skipta skal um stefnu kasts og/eða lengja í því er ágætt að kunna skil á falskasti. Fyrir þá sem veiða á þurrflugu er nauðsynlegt að kunna falskast til að þurrka fluguna á milli þess að hún er lögð út. 1 – Byrjaðu eins og í venjulegu yfirhandarkasti (1, 2 og 3 í Yfirhandarkast). …
Flestir geta hrósað því happi að hafa notið leiðsagnar vinar eða reynds veiðimanns þegar þeir tóku sitt fyrsta flugukast á æfinni. Þetta er vitaskuld ekki einhlítt, en fyrr eða síðar hefur væntanlega einhver bent á eitthvað hjá ykkur sem betur mætti fara. Eitt það fyrsta sem ég fékk að heyra var að bíða, bíða eftir…
Eitt af undrum fluguveiðinnar, sem margir að vísu gleyma, er að flugulínan ferðast sömu slóð og toppur stangarinnar. Þetta getur vissulega orðið til vandræða, eins og til dæmis þegar maður ‘óvart’ sveigir stangartoppinn í síðasta framkastinu, línan skýst fram en tekur allt í einu upp á því að beygja af leið og lenda á allt…
Ég hef í nokkur ár átt mér uppáhalds flugulínu en eftir síðasta sumar var deginum ljósara að dagar hennar voru taldir þannig að ný flotlína fór á jólaóskalistann minn. Þessi lína hefur hentað mér og aðal stönginni minni alveg ágætlega en svo gerðist það að ég keypti mér nýja stöng sem aðal stöng. Báðar eru…
Það er varla til sú veiðisíða sem ekki smellir reglulega inn ráðum við hinu og þessu sem er að hrjá veiðimenn. Ég freistast alltaf af þessum frábæru ráðum, samsinni þeim og hugsa með mér að nýta mér þetta ráð, seinna. Nei, ég er ekki haldinn frestunaráráttu, þessi ráð koma stundum bara á svo einkennilegum árstíma…