Það hefur eitthvað borið á vangaveltum hér um léttleika flugna og ég er ekki alveg hættur enn. Í flestum færslum um léttari flugur hef ég verið að velta mér upp úr straumflugum, en hvað með púpurnar? Er ekki einmitt kostur við púpur að hafa þær þungar? Koma þeim niður sem fyrst, þyngja þær með tungsten…
Shetland Killer Það fer ekkert á milli mála hvaðan þessi fluga á ættir að rekja. Killer Bug er vitaskuld fyrirmynd hennar og þegar Killer Bug flækist til Hjaltlandseyja, þá verður hann vitaskuld Shetland Killer. Ástæðan fyrir því að þessi fornfræga fluga fékk þetta viðurnefni er einfaldlega efnisvalið sem nokkrir Ameríkumenn fundu á netinu; ullarband frá…
Mýpúpa Þegar lesendur reka augun í þessa púpu er lang líklegast að flestum verði á orði; Nei, þetta er ekki mýpúpan. Það eru til svo mörg afbrigði af því sem menn kvitta í veiðibækurnar sem Mýpúpa að það væri örugglega efni í sérstakt blogg, heila vefsíðu, að birta myndir af þeim öllu. En, svona getur kvikindið litið út…
Alder Ein þeirra flugna sem horfið hafa aðeins úr boxi veiðimanna hin síðari ár, að ósekju. Alder er ensk fluga að uppruna og reyndist íslenskum veiðimönnum vel um árabil. Vona að ég sé að fara með rétt mál þegar ég segi að ofangreind mynd sýni það afbrigði Alder sem hefur reynst einstaklega vel í Þingvallavatni.…
Það þarf ef til vill ekki að fara mörgum orðum um garn sem hnýtingarefni, en það læðist nú samt að mér sá grunur að garnflugur og þá gjarnan einfaldar flugur séu örlítið á undanhaldi hin síðari ár. Ein þekktasta garnfluga allra tíma er nær jafn gömul Pheasant Tail enda eru þær samfeðra, eingetnar systur. Hér…
Það hefur ósjaldan komið fyrir að ég er helst til sparsamur á marabou fjaðrir þegar ég hnýti flugur eða ég nota ranga tegund þeirra í þær flugur sem ég er að hnýta í það og það skiptið. Marabou fjaðrir, sem vitaskuld eru ekki af marabou storkinum heldur kalkún eða hænu, eru sérlega líflegt og púffí…