Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Góður vinur minn stefnir oft með brjóstið fullt af vonum í veiðiferðir og einmitt þannig leið mér s.l. laugardagsmorgunn þegar við veiðifélagarnir lögðum heiðar að baki og stefndum norður í Húnaþing á vit fyrsta í sumarauka. Það var ekki fiskur sem ég batt helst vonir við, miklu heldur einn svona dag þar sem sumarið og…
Ferðasaga helgarinnar gæti verið sérstaklega stutt að þessu sinni. Við mættum á staðinn, spáðum í veðrið, böðuðum ógrynni af flugum á laugardaginn og annað eins í gær. Handlékum varlega örfáa fiska sem eiga vonandi langt líf fyrir höndum og fórum síðan heim. Lengri útgáfan gæti verið eitthvað á þá leið að þegar við mættum vestan…
Maður undirbýr sig alltaf eins og maður ætli að veiða fiskana frá því í fyrra. Fyrir þessa árlegu skipulögðu Veiðivatnaferð var fyllt á flugubox með gyltum flugum eins og þeim sem gáfu best í fyrra. Ólífugrænn Nobbler í nokkrum útfærslum fékk að fljóta með, minnugur þess sem gerðist síðasta kvöldsins okkar í Fyrstuvík og Orange…
Hér um árið var seld bók með þessum titli í bílförmum um allan heim. Án þess að fara eitthvað út í efni hennar, þá er það eitt víst að hún snýst ekki um stangveiði. En heiti hennar á alveg erindi til veiðimanna. Þegar fiskur tekur á rás, tekur alla línuna út af hjólinu og fer…
Í hvert skipti sem ég hef verið spurður hvort þetta sé ekki afskaplega dýrt sport, þá hef ég snúist eins og skopparakringla og reynt af fremsta megni að gera viðkomandi grein fyrir því að það þarf ekki að éta fílinn í heilu lagi, smá biti dugar oft mjög vel til að seðja veiðihungrið. Um leið…