Soldier Palmer Í öllum þeim bókum og greinum sem ég hef viðað að mér, þá finn ég ekki einn einasta staf um það hver sé höfundur þessarar flugu. Flugan er gömul, mjög gömul því hennar er getið, með einum eða öðrum hætti í bók Izaak Walton, The Complet Angler frá árinu 1653, þá undir nafninu Red Palmer.…
Mýsla Mýsla Gylfa Kristjánssonar hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess hjá veiðimönnum. Hún er sögð fyrsta kúpuflugan sem er hönnuð á Íslandi og sé það rétt þá er hún væntanlega kominn nokkuð til ára sinna. Í fyrstu var hún aðeins fáanleg á einkrækju fyrir silunginn en hefur síðan stækkað og er nú fáanleg á…
Jock Hér er ein sem er í raun lítið þekkt í þessu upprunalega formi sínu. Oftar en ekki hafa menn ruglað þessari saman við laxa-bróður hans, Jock Scott, en skv. heimamönnum (Skotum) eiga þær víst lítið sameiginlegt, urðu til hjá sitt hvorum aðilanum án vitundar um tilvist hvors annars, sel þetta ekki dýrara en ég…
Haul a Gwynt Nafngiftir flugna geta verið með ýmsum hætti en sjaldan segir nafn flugunnar fyrir um undir hvaða kringumstæðum best sé að veiða hana. Þessi fluga er sögð virka sérstaklega vel í björtu og vindasömu veðri, þess vegna heitir hún Haul a Gwynt sem útleggs sem sól og vindur. Í þeim bókum og flugulistum…
Fox Squirrel Nymph Þær eru ekki allar gamlar þær klassísku og þessi er einmitt ein af þeim. Einhver hefði sagt samsuða nokkurra, sem má alveg vel vera, en hvort Dave Whitlock höfundur hennar hefur haft bræðing í huga veit ég ekki. Eitt er víst, hún er veiðileg. Flugan kom fyrst fram í bókinni The Masters On The Nymph sem…
Cormorant Cormorant, eða Skarfurinn er ekki flókin fluga og oft verið vísað til hennar sem ágætis fluga fyrir byrjendur (eða örlítið lengra komna) í hnýtingum. Það kemur ekki oft fyrir að ég rambi á þessa flugu í boxum veiðimanna hér á landi, en kemur þó fyrir. Raunar er það nú svo að heiti flugunnar er…