Það þarf víst ekki að taka það fram að stangir eru mismunandi, þetta vitum við og flest tökum við mark á þessu þegar við veljum stöng þegar komið er á veiðistað. Nú er ég ekki að tala um mismunandi framleiðendur eða tegundir stanga, heldur styrkleika þeirra eftir þyngd og lengd. Síðustu ár hef ég verið…
Cormorant Cormorant, eða Skarfurinn er ekki flókin fluga og oft verið vísað til hennar sem ágætis fluga fyrir byrjendur (eða örlítið lengra komna) í hnýtingum. Það kemur ekki oft fyrir að ég rambi á þessa flugu í boxum veiðimanna hér á landi, en kemur þó fyrir. Raunar er það nú svo að heiti flugunnar er…
Einhvern tímann verður allt fyrst og sá tími var á sunnudaginn í mínu tilfelli. En segjum fyrst frá föstudeginum 13. ágúst sem einhverjir óttast óumræðanlega, rétt eins og svarta ketti, upprétta stiga og ýmislegt annað sem einhverjum grallara datt í hug að segja að væru illur fyrirboði. Eins gott að ég er ekki hjátrúarfullur, annars…
Það sem af er sumars hef ég verið að máta mig við nýja stöng og nú hef ég verið að upplifa það á eigin skinni sem orðrómurinn á götunni sagði mér fyrir mörgum árum; það eru til þrjár fjölskyldur flugustanga. Eins og annar orðrómur er þessi ekkert áreiðanlegur, en hann gefur vísbendingu um að þessar…
Það er varla til sú veiðisíða sem ekki smellir reglulega inn ráðum við hinu og þessu sem er að hrjá veiðimenn. Ég freistast alltaf af þessum frábæru ráðum, samsinni þeim og hugsa með mér að nýta mér þetta ráð, seinna. Nei, ég er ekki haldinn frestunaráráttu, þessi ráð koma stundum bara á svo einkennilegum árstíma…
Okkur veiðifélögunum bauðst að skipta með okkur stöng í þriðja holli í Flóðinu og við ákváðum að slá til og prófa eitthvað alveg nýtt. Í þessu holli voru reyndir veiðimenn með áratuga reynslu af veiði í straumvatni og það var því alveg eins víst að við næðum að grípa einhver tips and tricks þar sem…