Red Tag Merkileg fluga sem á uppruna sinn að rekja til Englands kringum 1850, hálft skordýr, hálft viðrini. Frá fyrstu tíð hefur þessi fluga verið veiðimönnum hin besta skemmtun og silunginum banvæn. Það er nokkuð misjafnt eftir heimshornum hvaða skordýri menn telja hún líkjast helst; Ástralir segja hana líkjast ákveðinni bjöllu sem þar finnst, Bandaríkjamenn flugu sem…
JS Buzzer Sumar flugur fara ekki hátt í umræðunni svo árum og áratugum skiptir þangað til einhver góðhjartaður maður tekur upp á því að kunngera hana. Því er þannig farið með þessa flugu Jóns Sigurðssonar, hún fór ekki hátt meðal þorra fluguveiðimanna á Íslandi þar til Ívar Hauksson kynnti fluguna til sögunnar í heimildarmynd sinni um…
Haul a Gwynt Nafngiftir flugna geta verið með ýmsum hætti en sjaldan segir nafn flugunnar fyrir um undir hvaða kringumstæðum best sé að veiða hana. Þessi fluga er sögð virka sérstaklega vel í björtu og vindasömu veðri, þess vegna heitir hún Haul a Gwynt sem útleggs sem sól og vindur. Í þeim bókum og flugulistum…
Guide’s Nymph Eflaust hefur fáum dottið í hug að þessi fluga heiti eitthvað sérstakt enda gengur hún eða öllu heldur útlit hennar undir ýmsum nöfnum. Kannski var það bara einfaldleiki þessarar flugu sem greip mig og því ákvað ég að setja í nokkrar svona og setja hér inn á vefinn. Aðalatriðið við þessa uppskrift er…
Chromie Þessi fluga á að líkja eftir því lífsstigi lirfunnar þegar hún býr sig undir að losa festar og syndir upp að yfirborði vatnsins og umbreytist í flugu. Silfuráferð hennar líkir eftir glampa húðar lirfunnar ný skriðinnar út, sannkallað ferskmeti fyrir silunginn. Höfundur: ókunnurÖngull: Grupper 8 – 20Þráður: Svartur 8/0Búkur: Silfur tinselVöf: Brúnt silki eða…
Black Magic Þeim sem reka augun í þessa flugu dettur væntanlega helst í hug klassísk votfluga sem á ættir að rekja til 1800 og eitthvað, en því fer víðsfjarri. Flugan kom fyrst fram árið 1967 í bók höfundarins Presenting the Fly to the Trout sem fyrir löngu er orðin ein af testamentum fluguveiðinnar. Flugan er augljós samsuða…