Duck Fly Eftir því sem ég best veit þá er duck fly ekki til sem eitthvert ákveðið skordýr, en í daglegu tali hafa t.d. Írar notað þetta heiti yfir bitmý sem klekst snemmsumars. Það fór ekkert á milli mála við þetta fyrsta klak vorsins að endur fóru og fara enn, hamförum í átveislunni og þannig…
Ég heyrði það út undan mér að Veðurstofa Íslands telur september til sumarmánaða og ég sé ekkert sem réttlætir það að hirða einhverja bandbreidd af internetinu til að fá þetta staðfest. Ástæðan er afar einföld, ég er hjartanlega sammála VÍ. Sá september sem kvaddi okkur í ár var reyndar með afbrigðum mildur, víðast hvar, framan…
Dunnigan’s Clearwater Emerger Það þarf ekki alltaf reynda fluguhnýtara til að setja saman flugu sem slær rækilega í gegn. Casey Dunnigan, höfundur þessarar flugu, hóf ekki fluguveiðar fyrr en árið 2007 en varð samstundis heltekinn af sportinu. 2010 var hann við veiðar í Colorado og varð vitni að töluverðu klaki grárra mýflugna og var í…
Craven’s Haymaker Hverjum hefði dottið í hug að þessi fluga héti eitthvað sérstakt? En það er nú reyndar tilfellið að þessi Damsel / Nobbler / Woolly Bugger með gúmmílöppum heitir Haymaker og það sem meira er, hún er af Craven fjölskyldunni. Í nokkur ár var höfundur flugunnar, Charlie Craven að bögglast með hana í nokkrum…
Adams Af mörgum talin einhver mest alhliða þurrfluga sem komið hefur fram. Hún er ekki eyrnamerkt neinni ákveðinni tegund skordýra en hefur sannað sig undir ýmsum kringumstæðum. Margir veiðimenn velja þessa flugu sem ‘fyrstu’ fluguna þegar þeir reyna fyrir sér þar sem lítið eða ókunnugt klak á sér stað. Flugan kom fyrst fram upp úr…
Á leið okkar ofan úr Fellsendavatni á fimmtudaginn, komum við stuttlega við í Dómadalsvatni. Það er ólíkt með vötnunum norðan Tungnaár að vatnsstaða virðist almennt vera með ágætum sunnan árinnar og því er einmitt svo farið með Dómadalsvatn. Það sem af er sumri hefur vatnið gefið með ágætum, að sögn helst snemma morguns en það…