Það er þekkt að vefja parmaskinku utan um melónu, en færri þekkja melónu með reyktri bleikju. Ég hef aðeins fikrað mig áfram með þetta og þeirrar útgáfu sem mér þótti skemmtilegust skal hér getið. Ég hef notað gular- og hunangsmelónur sem ég sneiði í þunnar sneiðar sem ég þek síðan síðan ríflega með þunnt skorinni,…
Á ferðum mínum síðasta sumar vestur í Hraunsfjörðinn á Snæfellsnesi, vöknuðu hjá mér nokkrar spurningar sem hafa ekki látið mig í friði það sem af er vetrar. Janúar er ágætur mánuður til að eyða í svona grúsk og því leitaði ég mér nokkurra upplýsinga, greina og rannsóknarniðurstaðna til að svala forvitni minni. Sem inngang að…
Hversu margir hafa ekki heyrt sögur af stórum ránbleikjum í Þingvallavatni sem eigra þar um djúpin og ráðast á meðbræður sína af stofni bleikju? Lengi vel hvarflaði það að mér að þessar sögur væru hindurvitni ein, fiskurinn hefði vaxið meira í augum veiðimanna heldur en í vatninu sjálfu. En svo er nú víst ekki, þær…
Það er næstum ómögulegt að strippa straumfluguna á of miklum hraða fyrir urriðann. Hver þekkir ekki tökurnar þegar maður spólar síðasta kastið inn á hjólið í stað þess að beita hefðbundnum inndrætti. Auðvitað geta svona síðbúnar tökur verið rosalega svekkjandi þegar maður hefur jafnvel verið að berja vatnið svo klukkustundum skiptir án þess að verða…
Eins og með urriðann getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að kyngreina bleikjuna utan hrygningartímans. Helst stóla menn á almennt vaxtarlag bleikjunnar. Hængurinn er oftast heldur mjóslegnari heldur en hrygnan og allar línur í honum skarpari, þó ekki algilt. Hrygnan er kviðmeiri heldur en hængurinn og allar línur í henni meira ávalar. Oft er þetta mest…
Sjóbleikjan er frábrugðin vatnableikjunum að því leiti að hún dvelur öll sumur eftir að seiðastigum sleppir í sjó. Beikjan gengur í sjó í apríl eða maí og dvelur þar allt sumarið. Þegar sumri hallar og fram á haust gengur fiskurinn aftur í árnar þar sem hann hryggnir í september og október. Klakið á sér stað snemma…