Ethel the Streaking Caddis Einhverra hluta vegna hefur þessi bráð skemmtilega þurrfluga farið hamförum í netheimum undanfarið árið. Margir hafa reynt sig við hnýtingarmyndbrot af henni, en fáum hefur tekist eins vel til og Davie McPhail þegar hann hafði hendur í elgshári og hnýtti þessa flugu fyrir framan myndavélina. Flugan er nokkuð hefðbundin m.v. flugur úr elgs- […]
Það er svo langt því frá að ég geti eignað mér þennan frasa, þ.e. að ákveðinn fiskur sem alin er upp við litlar pöddur og hornsíli, æsist allur upp við jólatré á taumi. Raunar heyrði ég þetta fyrst notað um eina ákveðna flugu ættaða úr Veiðivötnum en með tíð og tíma hefur hann náð yfir […]
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á […]
Mjónurnar (Buzzer) eiga að líkja eftir síðasta þroskastigi rykmýs sem púpu, þegar hún losar sig upp af botninum og syndir upp að yfirborðinu til að klekjast út. Einfalt, ekki satt? Við vitum að við eigum að beita þessum flugum fyrir okkur þegar yfirborð vatnsins er krökkt af tómum púpuhylkjum og við sjáum til flugnanna stíga […]
Eftir að hafa fengið ófáar flugurnar í höfuðið, í orðsins fyllstu merkingu, fékk ég smá tilsögn; Ástæðan fyrir því að þú færð fluguna svona oft í hnakkann er slakur úlnliður og því stoppar þú ekki nógu ákveðið í bakkastinu. Snúðu höfðinu en ekki úlnliðnum og fylgstu með aftara stoppinu. Og viti menn, ég týndi færri […]