Þegar maður glímir við flugu þar sem viðkvæmt dub, vængur eða kragi er mjög þétt upp við t.d. kúlu getur verið nokkuð snúið að koma lakki yfir lokahnútinn á flugunni án þess að klína lakki út um allt. Þegar þú lendir í svona aðstæðum næst, bíddu aðeins með að klippa á hnýtingarþráðinn. Það má vel…
Það getur verið fínt að eiga mismunandi þykkt lakk, þunnt fyrir fyrstu lökkun og aðeins þykkara í endanlegan frágang. En það er kannski óþarfi að allt lakkið endi í þykka flokkinum bara vegna þess að súrefnið þykkir það með tímanum og þá sérstaklega þegar þú ert kominn niður fyrir miðja dós. Ágætt ráð til að…
Að loknum tíundu Febrúarflugunum er FOS efst í huga þær frábæru undirtektir sem þetta litla hugarfóstur hefur fengið meðal hnýtara og áhugafólks um flugur og fluguhnýtingar í ár og á liðnum árum. Ef bókhaldið stemmir, þá eru flugurnar þessi 10 ár komnar í 7.566 sem er ekkert smáræði. Í ár tókum tæplega 1.500 aðilar þátt…
Sweep FOS.IS hefur gert þetta áður og gerir nú aftur, sumar laxaflugur eru einfaldlega til þess fallnar að hnýta fyrir urriða og sumar meira að segja fyrir bleikju. Þetta er gömul og góð laxafluga, ættuð frá Bretlandseyjum, það eitt er víst, en trúlega frá Skotlandi. Ekki ber alveg öllum heimildum saman um það hvort hún…
American Express Ætterni þessarar flugu er nokkuð augljóst og ættmóður hennar er að finna hérna á síðunni. Þó höfundur flugunnar eða þessa afbrigðis hafi ekki nefnt þær saman á nafn, þá er nokkuð augljós tenging. Höfundur flugunnar, Alun Rees er enginn nýgræðingur í stangveiði og hefur um árabil veitt sjóbirting við strendur Suður Wales og…
Alexandra Það hefur lengi staðið til að setja þessa flugu á síðuna, en það hefur strandað á því að finna upprunalegu uppskriftina og því hefur þetta dregist úr hófi. Margt og mikið hefur verið skrifað um þessa flugu í gegnum tíðina, sumt orðum aukið, annað beinlínis rangt með farið og ýmislegt hefur orðið tilefni orðahnippinga…