Flýtileiðir

Lakk á þræði

Smellið fyrir stærri mynd

Þegar maður glímir við flugu þar sem viðkvæmt dub, vængur eða kragi er mjög þétt upp við t.d. kúlu getur verið nokkuð snúið að koma lakki yfir lokahnútinn á flugunni án þess að klína lakki út um allt. Þegar þú lendir í svona aðstæðum næst, bíddu aðeins með að klippa á hnýtingarþráðinn. Það má vel leiða lakkið niður eftir þræðinum til að tryggja lokahnútinn og klippa á eftir. Einfalt ráð sem hefur gagnast mörgum.

2 svör við “Lakk á þræði”

 1. Siggi Kr Avatar

  Það getur líka verið gott að lakka þráðinn og gera síðan endahnútinn með honum – þá verður maður reyndar að nota whip finisher en ekki puttana. Ef maður gerir það þá fær maður lakk allan hringinn. Ég nota þetta trikk oft þegar ég er að gera flugur með kúluhaus og sérstaklega við keiluhausa.

  Líkar við

 2. Kristján Avatar

  Mikið rétt og góður punktur hjá þér SvartiZulu 🙂 Og til ykkar sem rekist á þetta innlegg Sigga Kr., endilega kíkið á bloggið hans http://svartizulu.wordpress.com/

  kv.Kristján

  Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com