
Þegar maður glímir við flugu þar sem viðkvæmt dub, vængur eða kragi er mjög þétt upp við t.d. kúlu getur verið nokkuð snúið að koma lakki yfir lokahnútinn á flugunni án þess að klína lakki út um allt. Þegar þú lendir í svona aðstæðum næst, bíddu aðeins með að klippa á hnýtingarþráðinn. Það má vel leiða lakkið niður eftir þræðinum til að tryggja lokahnútinn og klippa á eftir. Einfalt ráð sem hefur gagnast mörgum.
Senda ábendingu