Efst í huga eftir Febrúarflugur

Að loknum tíundu Febrúarflugunum er FOS efst í huga þær frábæru undirtektir sem þetta litla hugarfóstur hefur fengið meðal hnýtara og áhugafólks um flugur og fluguhnýtingar í ár og á liðnum árum. Ef bókhaldið stemmir, þá eru flugurnar þessi 10 ár komnar í 7.566 sem er ekkert smáræði.

Í ár tókum tæplega 1.500 aðilar þátt með því að fylgjast með á Facebook og/eða á Instagram, auk þeirra fjölmörgu sem heimsóttu myndasafn Febrúarflugna á FOS.IS í mánuðinum. Að þessu sinni komu 1.140 flugur fram, þökk sé þeim 185 hnýturum sem lögðu flugur sínar á borð fyrir áhugasama.

Það lætur nærri að okkur hafi verið gert kleift að veita um fjórðungi hnýtara viðurkenningarvott fyrir þeirra framlag, þökk sé styrktaraðilum okkar sem létu ekki sitt eftir liggja, nú sem endranær. Nöfn heppinna hnýtara hafa verið birt á Febrúarflugum og eru þeir beðnir um að snúa sér til styrktaraðila átaksins og vitja eða virkja viðurkenningar sínar, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Til ykkar allra, kærar þakkir og vonandi sjá sem flestir sér fært að taka þátt í Febrúarflugum 2024.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com