White Death Þó þessi fluga hafi verið sett saman fyrir regnbogasilung og lax vestur í Ameríku, þá er að mínu viti ekkert sem segir að urriðinn taki ekki þessa flugu líka. Jeff Blood, höfundur flugunnar hefur ekkert farið leynt með að hún sé frekar útfærsla þekktra zonker flugna heldur en nokkuð annað. Jeff þessi er…
WD-40 Byrjum á nafninu; hún heitir ekki í höfuðið á smurefninu sem flestir fluguveiðimenn forðast eins og heitan eldinn. WD stendur fyrir Wood Duck. Hún er Amerísk og kom fyrst fram árið 1982, hnýtt af Mark Engler. Eins og um margar aðrar flugur af svipuðum toga hefur litaafbrigðum hennar sífellt farið fjölgandi og nú er…
Tailor Lengi vel hef ég verið að eltast við eigin misskilning um þessa flugu, en nú tel ég mig hafa náð botninum í þessa frábæru hönnun Skarphéðins klæðskera. Flugan sver sig í ætt Pheasant Tail og Grey Goose en er 100% Íslensk frá byrjun til enda. Alla tíð frá því Skarphéðinn prófaði hana í Elliðavatni…
Shetland Killer Það fer ekkert á milli mála hvaðan þessi fluga á ættir að rekja. Killer Bug er vitaskuld fyrirmynd hennar og þegar Killer Bug flækist til Hjaltlandseyja, þá verður hann vitaskuld Shetland Killer. Ástæðan fyrir því að þessi fornfræga fluga fékk þetta viðurnefni er einfaldlega efnisvalið sem nokkrir Ameríkumenn fundu á netinu; ullarband frá…
Royal Wulff Auðvitað vekja svona flugur athygli, þær eru jú kallaðar á erlenda tungu ‘Attractors’ sem ég hef laumast til að kalla glepjur. En þessi fluga vekur reglulega athygli fyrir annað og meira; Hversu stutt getur verið á milli frumgerðar og þess að menn gefi meintri eftirlíkingu nýtt heiti? Það er ekkert laununga mál að…
Royal Coachman Forfaðir allra glepjuflugna (attractor fly) sem komið hafa fram. Bandaríkjamaðurinn John Haily kynnti hana fyrst til sögunnar árið 1878 sem þurrflugu upp úr Coachman flugu Englendingsins Tom Bosworth frá um 1820. Þessi fluga, eins ólíkindaleg og hún lítur nú út, hefur verið ótrúlega vinsæl allar götur síðan. Það var svo löngu, löngu síðar…