
Það getur verið fínt að eiga mismunandi þykkt lakk, þunnt fyrir fyrstu lökkun og aðeins þykkara í endanlegan frágang. En það er kannski óþarfi að allt lakkið endi í þykka flokkinum bara vegna þess að súrefnið þykkir það með tímanum og þá sérstaklega þegar þú ert kominn niður fyrir miðja dós. Ágætt ráð til að minnka súrefnið í dósinni er að lauma einni eða tveimur glerkúlum í dósina. Kúlurnar getur þú fundið í dótakassanum hjá krökkunum eða tómu lakkbrúsunum í bílskúrnum, passaðu bara að þær séu út gleri, plast gerir ekkert annað en leysast upp og skemma lakkið.
Senda ábendingu