Ke-He Árið 1932 voru Skotarnir Kemp og Heddle að veiðum eins og svo oft áður við Loch of Harray á Hrossey á Orkneyjum. Þá urðu þeir vitni að því þegar býflugur hröktust út á vatnið og að sögn fór urriðinn hamförum í þessu ferskmeti sem ekki náði sér upp af yfirborðinu. Í tilraun til að…
Herring Bucktail Þessi fluga er úr frægu tríói sem varð til upp úr 1960 meðal Puget Sound Anglers á Olympiuskaga vestur í Bandaríkjunum. Forsaga og tilurð þessa tríós er rakin í annarri flugu hér á síðunni, sjá Coronation Bucktail og verður ekki rakin aftur hér. Hér er á ferðinni eftirlíkin Kyrrahafssíldar eða öllu heldur ungviðis…
Coronation Bucktail Það eru ekki margar flugur sem eins mikil rannsóknarvinna hefur verið lögð í eins og þessa. Puget Sound Anglers, sem er félagsskapur veiðimanna og starfar á norðanverðum Olympic skaga, rétt vestan við Seattle, lagði í töluverða rannsóknarvinnu á sjötta áratug síðustu aldar á fæðu Coho Kyrrahafslaxins sem gengur í árnar á þessu svæði.…
Duck Fly Eftir því sem ég best veit þá er duck fly ekki til sem eitthvert ákveðið skordýr, en í daglegu tali hafa t.d. Írar notað þetta heiti yfir bitmý sem klekst snemmsumars. Það fór ekkert á milli mála við þetta fyrsta klak vorsins að endur fóru og fara enn, hamförum í átveislunni og þannig…
Viva Sumar flugur verða einfaldlega klassískar um leið og þær koma fram á sjónarsviðið. Það er óhætt að segja að Viva sé ein þeirra flugna því frá því hún kom fram á sjónarsviðið, einhvern tíma á áttunda áratug síðustu aldar, þá hefur hún verið einstaklega vinsæl á Bretlandseyjum, hér á Íslandi og vitaskuld víðar. Þegar…
Sumir pæla mikið, rosalega mikið, í flugum. Stöku veiðimaður sekkur svo djúpt í flugupælingar að það jaðrar við lyndisbrest (geðveiki) og verður eiginlega að teljast óheilbrigt. Guði sé lof, þá er ég alls ekki þannig og næ alveg að standa með báðar lappirnar á jörðinni þegar kemur að flugum og flugupælingum. Á nokkurra klukkustunda flakki…