Sweep FOS.IS hefur gert þetta áður og gerir nú aftur, sumar laxaflugur eru einfaldlega til þess fallnar að hnýta fyrir urriða og sumar meira að segja fyrir bleikju. Þetta er gömul og góð laxafluga, ættuð frá Bretlandseyjum, það eitt er víst, en trúlega frá Skotlandi. Ekki ber alveg öllum heimildum saman um það hvort hún […]
The jassid Upprunalega hafði Vincent C. Mariano, höfundur þessarar flugu í huga að líkja eftir tifu (lat: Cicadellidae) þegar hann hannaði hana. Tifur finnast á Íslandi, m.a. Álmtifa en óvíst er að þær skipi stóran sess í fæðu íslenskra vatnafiska. Það í sjálfu sér skiptir litlu máli, því þegar upp var staðið og Vince fór […]
Moto’s Minnow Þessi fluga hefur annað slagið verið áberandi í umræðu á vefnum allt frá því um miðjan 10 áratug síðustu aldar. Höfundur hennar, Moto Nakamura virðist aftur á móti ekki vera alveg eins áberandi á vefnum og enn hefur mér ekki tekist að verða mér úti um bók eða tímarit þar sem hans er […]
American Express Ætterni þessarar flugu er nokkuð augljóst og ættmóður hennar er að finna hérna á síðunni. Þó höfundur flugunnar eða þessa afbrigðis hafi ekki nefnt þær saman á nafn, þá er nokkuð augljós tenging. Höfundur flugunnar, Alun Rees er enginn nýgræðingur í stangveiði og hefur um árabil veitt sjóbirting við strendur Suður Wales og […]
Alexandra Það hefur lengi staðið til að setja þessa flugu á síðuna, en það hefur strandað á því að finna upprunalegu uppskriftina og því hefur þetta dregist úr hófi. Margt og mikið hefur verið skrifað um þessa flugu í gegnum tíðina, sumt orðum aukið, annað beinlínis rangt með farið og ýmislegt hefur orðið tilefni orðahnippinga […]
Ke-He Árið 1932 voru Skotarnir Kemp og Heddle að veiðum, eins og svo oft áður við Loch of Harray á Hrossey á Orkneyjum. Þá urðu þeir vitni að því þegar býflugur hröktust út á vatnið og að sögn fór urriðinn hamförum í þessu ferskmeti sem ekki náði sér upp úr vatnsborðinu. Í tilraun til að […]