Eins og boðað var í upphafi mánaðar þá stendur FOS.IS fyrir Febrúarflugukvöldi þann 17. febrúar kl.20:00 í Árósum, Hverafold 1-5. Eins og segir í fundarboði, þá eru allir velkomnir á létt og lipurt hnýtingarkvöld þar sem boðið verður upp á veitingar á kostnaðarverði (kaffi, bjór, vín, gos). Tilvalið tækifæri til að hittast og spjalla um…
Hólmfríður Ein veiðnasta straumfluga hérlendis í urriða, staðbundinn og sjógenginn. Nú ber svo vel í veiði að hér þarf ekki að hafa mörg orð um fluguna, alla söguna af tilurð hennar og í kaupbætti hvernig höfundur hennar, Kolbeinn Grímsson hnýtir hana má sjá og heyra í myndbandinu hér að neðan. Stefán Bjarni Hjaltested hnýtti allar…
Ensk að uppruna, kennd við bæ á austurströnd Skotlands. Afburða fluga í allan silung, staðbundin og sjógöngufisk. Eitt afbrigði þessarar flugu er það þegar stélið er hnýtt úr teal fjöðrum í stað gullfasana, ekki síðri þannig, og þá er hún komin í hóp þekktra Teal-flugna. Höfundur: óþekkturÖngull: Hefðbundin 10-14Þráður: Svartur 6/0Stél: Hausfjöður af gullfasana / tealVöf: GullvírBúkur:Flatt tinsel,…
Connemara Black Kennd við ánna Connemara á Írlandi og hefur skapað sér orð sem ein veiðnasta fluga Íslands í vatnableikju. Höfundur: einhver ÍriÖngull: Hefðbundin 8-16Þráður: Svartur 6/0Stél: Hausfjöður af gullfasanaVöf: Ávalt silfurBúkur: Svört ull, upprunalega notað selshárSkegg: Blálituð fjöður (hani, hæna)Vængur: Bronslituð síðufjöður stokkandarHaus: Svartur Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur Votfluga 10,12 & 14
Black and Orange Marabou Þessa flugu þekkja margir, en ekki endilega undir upprunalegu heiti sínu. Í dag sést þessi fluga gjarnan í boxum veiðimanna og aðspurðir segja þeir hana vera Orange Dentist. Þegar vel er að gáð er þetta skiljanlegur misskilningur, flugunum svipar glettilega mikið saman, þó Dentist sé að vísu rauður og með hárvæng.…
Febrúarflugum var ýtt úr vör á miðnætti og þegar þetta er skrifað (kl.18:20) hafa 55 flugur og innlegg þegar dottið inn á hópinn. Að vanda þá á FOS.IS mikið undir velvild styrktaraðila þannig að unnt sé að veita viðurkenningar til heppinna hnýtara í lok mánaðarins og að þessu sinni hafa gamalkunnir og nýir aðilar létt…