Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Veiðigræjurnar verða aldrei öflugri heldur en veikasti hlekkurinn í keðjunni. Það er marg tuggið tóbak að maður fer yfir græjurnar áður en maður heldur í fyrstu veiði. Að rjúka niður í geymslu daginn fyrir fyrstu veiðiferð, rífa fram stöngina, hjólið og vöðlurnar kann ekki góðri lukku að stýra. Það ætti að vera sjálfsagður hlutur að…
Með þessari grein lýkur í raun yfirferð minni yfir nokkrar af þeim flugum sem ég hnýtti í vetur. Það er ekki seinna vænna því ekki á morgun, heldur hinn, hefst tímabilið formlega og eflaust láta einhverjir sig hafa það, hvernig sem viðrar, að heimsækja einhver veiðistað og reyna fyrir sér í vorinu. Síðasta flugan af…
Það eru til margar leiðir til að tengja taum við línu. Ég hef aðeins verið að gjóa augunum á það hvernig menn hnýta lykkju á taumana sína, þ.e. þeir sem gera það á annað borð því enn eru þeir til sem hnýta tauminn beint á línuna með tilheyrandi fórnarkostnaði við taumaskipti. En aftur að taumum…
Þegar veiðitímabilinu lýkur á haustinn er rétt að yfirfara búnaðinn og ganga frá honum til geymslu. Margir nota tækifærið til að lagfæra það sem látið hefur undan á vertíðinni og síðast en ekki síst, setja saman óskalistann fyrir jólinn. Hér á eftir fara nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga þegar vertíðinni lýkur.…