Enn held ég áfram að kíkja yfir vandamála punkta síðustu ára, það virðist vera af nógu að taka, eða þá ég hafi gleymt að merkja við að ég hafi þegar skrifað eitthvað upp úr þessu pári mínu. Ef einhvern rámar í eldri grein um rassskelli, þá er eins líklegt að ég hafi gleymt að merkja…
‚Killing me softly‘ söng Roberta Flack um árið. Mér verður stundum hugsað til þessa lags þegar ég hef verið að berja vatnið í nokkurn tíma og er alveg að missa mig í að þenja köstin út til stóru fiskanna sem eru í dýpinu. Ósjálfrátt slaka ég á og næ köstunum mínum niður um nokkrar kaloríur,…
Hér um árið, reyndar fyrir mjög mörgum árum síðan, þá reyndi ég fyrir mér í öðru sporti með alveg þokkalegum árangri. Ég sem sagt prófaði að skjóta blýklumpi í mark og tókst bara nokkur oft að hitta brúsa eða spjald. En það vantaði eitthvað sem ég vissi ekki þá og veit ekki enn þann dag…
Hann er mættur, spámaðurinn Bölmóður úr Tinna bókunum. Ég hef stundum notað þessa persónu sem varúðarmerki í fyrirlestrum sem ég hef haldið hingað og þangað, sérstaklega ef ég er að nálgast eitthvað neikvætt umfjöllunarefni. Síðast í vetur notaði ég Bölmóð þegar ég gerði því skóna að það stefndi í að bleikjan hyrfi úr vötnum á…
Meira um léttar flugur! Já, ég er svolítið með þetta á heilanum þessi misserin og ekki skánar ástandið þegar kunningi æsir mann upp í að skrifa um léttar flugur í straumvatni. Það sem hann hafði í huga voru ekki léttar straumflugur, hvað þá votflugur því hann hefur enga trú á svoleiðis furðuskepnum eins og hann…
Um þessar mundir ætti háflóð jólabóka fyrir veiðimenn að vera að skella á okkur. Því miður er það ekki svo um fyrir þessi jól, því fátæklegri flóru veiðibóka hef ég sjaldan séð eins og þetta árið. Það má víst segja að nú sé fjara, sögulega lágsjávað og það er ekki eitthvað sem sjá mátti fyrir…